Leita í fréttum mbl.is

Ég á reiðhjól!!!

Nýja fína hjólið mittJá þið lásuð rétt, við fórum og fjárfestum í tveimur dýrindis reiðhjólum áðan. Ég gleymdi nú að spyrja um árgerðina en svínvirkar og maður kemst leiða sinna, það er meira að segja með þrjá gíra. Við vorum búin að fara á milli hjólabúða bæjarins þegar við duttum niður á eina pínulitla sem gamall karl rekur. Hann var með þessi fínu hjól á nokkuð góðu verði. Það má kannski segja að við séum að nálgast það að verða "eins" og innfædd :-)

 Ég fann líka lausn á lestarmálunum. Við fengum upplýsingar um að það er hægt að kaupa 40% afsláttar miða, maður má bara ekki ferðast fyrir kl. 9 á morgnana. Annars eru engin sér skilyrði. Maður sem sagt borgar 55 evrur fyrir afsláttar kort sem gildir í ár. Ég fékk strax bráðabirgðakort því það tekur víst 8 vikur að fá endanlegt kort :-)

Eitt skemmtilegt gerðist áðan þegar við vorum að leita að hjólabúðinni. Við gengum frám hjá timburstafla merktum BYKO. Við trúðum nú ekki okkar eigin augum en satt er það. Djö gleymdi að taka mynd!!!

Það er ekki útlit fyrir að við fáum varanlega nettengingu fyrr en í enda september. Ég þarf fyrst að vera kominn með bankareikning til að geta pantað netið og ég fæ ekki reikning fyrr en eftir helgi og svo tekur þetta þrjár vikur að fá tenginguna. Allt tekur tíma í þessu landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Farinn að hjóla! Hvað næst? Ekki ætlarðu að stunda íþróttir þarna úti?

Rúnar Már Bragason, 29.8.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Það þykir nú ekki mikil íþrótt að hjóla hér. Þetta er bara besta leiðin að komast á milli staða.

Jón Ingvar Bragason, 30.8.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Matti sax

Ég veit ekki hvað stjórn antisportista félagsins segir við þessu. Spurning um sekt eða brottvísun. Þetta verður tekið fyrir á næsta fundi.

Matti sax, 31.8.2007 kl. 07:46

4 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Uss uss ég lofa bót og betrun...þetta er bara nauðsynlegt til að ná í bjórinn hratt og örugglega á undir 3 evrum :)

Jón Ingvar Bragason, 31.8.2007 kl. 13:15

5 identicon

Þetta hljómar nú eiginelga bara eins og baunalandið! ;)

Fríður Finna (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband