5.9.2007 | 12:53
Er Kaplan með of flókið kerfi?
Ég kom niður á áhugaverðan punkt í bókinni sem ég er að lesa: "Designing Effective Organizations" eftir Michael Goold og Andrew Campell frá árinu 2002. Bókinn gengur út á 9 skrefa próf sem hægt er að framkvæma til að hanna skilvirka skipulagsheild.
Í bókinni er minnst á Robert Kaplan og kenningar hans um "balanced business scorecard". Þar segir að hugmynd Kaplans sé að þú þurfir fleiri mælikvarða heldur en hagnað til að hvetja starfsfólkið áfram. Þess vegna þurfi að hanna safn af mælikvörðum svo allir viti hvað þeir eigi að gera og stefna að.
Hins vegar er bent á það í bókinni að þetta kunni að verða of flókið og kostnaðarsamt að finna nákvæmlega hvað þessir mælikvarðar eigi að vera.
Ég er nú sammála þessari kenningu og mér hefur funndist BSQL vera óþarflega flókið oft á tíðum. Þú þarft að þekkja skipulagsheildina mjög vel til að geta hannað þetta kerfi og ég á erfitt með að sjá að ávinningurinn sé það mikill að hann borgi upp allt erfiðið. Það er til dæmis sagt í BSQL að lyftuvörðurinn þurfi að vita nákvæmlega að markmið hans sé að flytja fólk á skilvirkan og góðan hátt á milli hæða, þetta þarf allt að skrá svo að sá sem á að fylgjast með mælikvarðanum geti nú gert skil á því.
Þið sem þekkið til - hvað finnst ykkur?
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Lykilatriðið er að hver stjórnandi sé ekki með fleiri en c.a. 5 mælikvarða sem megin fókus í svona mælingum. Ef þeir komast í lag, og mælingarnar sýna það, þá er þeim skipt út. Það er hægt að búa til algjört monster sem allir gefast upp á og er "overflow" af upplýsingum. Hafa þetta bara "down to the point" þá getur þetta virkað. Svo er það náttúrulega þannig að ef balance scorecard er ekki innleitt "top down" og yfirstjórn fylgir ekki eftir þá þýðir ekkert að innleiða.
Farðu svo bara út á næsta pöbb og fáðu þér Palm, þá sérð þú ljósið
Andrés Björnsson, 7.9.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.