Leita í fréttum mbl.is

Annar skóladagurinn

Dagur númer tvö gekk ekki alveg jafn vel og sá fyrsti. Var mættur út á lestarstöð rétt fyrir átta, keypti miða og rétt missti af lestinni í Skólann. Hafði nú ekki miklar áhyggjur af því þar sem ég vissi að næsta lest færi eftir 10 mínútur. En þá kemur tilkynning í kallkerfið að lestinn sem ég ætlaði að taka stoppi ekki á Schiphol (þar sem ég þurfti að fara og skipta um lest) heldur fari beint á Amsterdam Centraal. Allt lestarkerfið var sem sagt í einhverju tjóni í gær og ég komst í lest 18 mín yfir átta sem átti að fara beint til AMS zuid en hún fór bara á Schiphol þar sem ég þurfti að skipta og komst loksins á áfangastað.

Mættur í skólann rétt yfir níu, tíminn byrjaði á slaginu. tók lyftuna upp á fjórðu og inní stofu 4A00 nema hvað að þar var allt á Hollensku og stærðfræði í þokkabót. Hmm eitthvað hafði ég nú litið vitlaust á töfluna, fór út og kíkti í bókina mína og sá að ég átti að vera í KC135. Hvar í ósköpunum er það nú eiginlega. Skoðaði á öll skiltinn í byggingunni en fann þetta ekki að lokum fór ég og spurði í afgreiðslunni og þar var mér sagt að þetta væri í næstu byggingu. Svo ég hélt þangað og fann að lokum stofuna hálf tíma of seint.

Til að bæta gráu ofan á svart var þetta ekkert sérstakur tími. Hann þuldi bara uppúr bókinni og bætti engu sérstöku við það sem ég hafði nú þegar lesið, hefði sem sagt getað verið heima og klárað að lesa kaflana. En ég þarf í staðinn að gera það í dag því að í næstu viku verður klárað að fara í gengum bókina og verkefnavinna hefst svo í þar næstu viku.

Það góða sem gerðist í gær var að ég pantaði loksins netið, kláraði að ganga frá skólagjöldunum og náði að prenta slatta út. Þannig að ég hef nóg lesefni í dag, best að fara að koma sér að verki!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband