10.9.2007 | 09:03
Góð helgi í þýskalandi
Ég sem sagt "skrapp" til Rieneck í Þýskalandi um helgina á IMWe fund. Fékk ódýrt flug með Lufthansa og var sóttur og keyrður á flugvöllinn, ekki slæmur díll það. Við vorum sem sagt að skipuleggja IMWe sem er haldið um páskana ár hvert í Rieneck í Þýskalandi. Mér til mikillar ánægju og undrunar eru nú þegar 15 íslendingar skráðir til leiks, ekki slæmt það.
Ég kom heim um sex leytið í gær eftir svefnlitla helgi, maður er nú að verða eitthvað gamall held ég nú bara. En það þýðir ekkert að vera með einhvern aumingjaskap heldur hefjast handa við lestur á nýjan leik!!!
Já alveg rétt gleymdi einu. Á leiðinni til Þýskalands síðsta föstudag náði ég mér í eintak af Financial Times. Þar var mjög áhugaverð grein um hvernig ekki eiga reka flugfélag - Alitalia. Það er alvega magnað hvernig Ítölum hefur tekist upp við þetta að klúðra málunum trekk í trekk og ekki bætir úr skák að verkalýðsfélögin hafa ásamt pólitíkusum verið erfiðasta ljárinn í vegi fyrir endurbótum á rekstrinum. Já en ég ætla nú víst ekki að fara nánar út í þessa sálma hér!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.