Leita í fréttum mbl.is

Góð helgi í þýskalandi

Ég sem sagt "skrapp" til Rieneck í Þýskalandi um helgina á IMWe fund. Fékk ódýrt flug með Lufthansa og var sóttur og keyrður á flugvöllinn, ekki slæmur díll það. Við vorum sem sagt að skipuleggja IMWe sem er haldið um páskana ár hvert í Rieneck í Þýskalandi. Mér til mikillar ánægju og undrunar eru nú þegar 15 íslendingar skráðir til leiks, ekki slæmt það.

Ég kom heim um sex leytið í gær eftir svefnlitla helgi, maður er nú að verða eitthvað gamall held ég nú bara. En það þýðir ekkert að vera með einhvern aumingjaskap heldur hefjast handa við lestur á nýjan leik!!!

Já alveg rétt gleymdi einu. Á leiðinni til Þýskalands síðsta föstudag náði ég mér í eintak af Financial Times. Þar var mjög áhugaverð grein um hvernig ekki eiga reka flugfélag - Alitalia. Það er alvega magnað hvernig Ítölum hefur tekist upp við þetta að klúðra málunum trekk í trekk og ekki bætir úr skák að verkalýðsfélögin hafa ásamt pólitíkusum verið erfiðasta ljárinn í vegi fyrir endurbótum á rekstrinum. Já en ég ætla nú víst ekki að fara nánar út í þessa sálma hér!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband