Leita í fréttum mbl.is

Frábær aðstaða

Ég ákvað í dag að nýta mér aðstöðuna í skólanum til að læra, ekki fara beint heim eftir tíma eins og ég hef gert hingað til. Það er ekkert smá flott aðstaða í skólanum. Sérstök lestofa, vinnuherbergi og tölvuver. Risa mötuneyti, kaffitería, tveir strandblakvellir svo fátt eitt sé nefnt. Ég náði allavega að koma svo miklu í verk áðan að ég held ég fari bara að segja þetta gott í dag og koma mér aftur til Leiden. Þarf að mæta í vinnuhóp klukkan níu í fyrramálið þannig að ég hef morgundaginn líka til að vinna.

Vinnan er sem sagt hafinn að fullu núna. Ég þarf að skrifa tvö blogg á www.so03msquest.uniblogs.org á viku auk þess að commenta á blogg hjá öðrum. Að auki munum við á fimmtudaginn fá áskorun frá kennaranum sem við höfum viku til að vinna. Þetta er bara annar áfanginn í hinum þarf ég að vinna verkefni um Tesco fyrir næsta þriðjudag, ætti að vera frekar einfalt þó.

Við ákváðum samt í gær að fá okkur eitthvað gott að borða og skelltum okkur á Ítalskan stað rétt hjá. Það er nefnilega mánudagstilboð hjá þeim, allar pizzur á 6 evrur. Pizza, bjór og heima að lesa svo, ekki slæmur díll það :-)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þegar ég kem, að þá á ég að vera fram á þriðjudag? ;o)

Það er annars hundleiðinlegt að kommenta hjá þér, aldrei vitað annað eins vesen við eitt komment! Bæta úr þessu takk fyrir takk! 

Fríður Finna (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

skráðu þig bara á blog.is og þá er þetta ekkert vesen.

Jón Ingvar Bragason, 15.9.2007 kl. 13:43

3 identicon

No clue what you're saying, but the fact that the MS blogs are mentioned is nice to see. It seems you're well experienced in blogging :)

Keep up the good work and enjoy your stay in Holland!

PS very hard these sum-riddles in Icelandic...

Matthijs Wolters (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband