Leita í fréttum mbl.is

Lagaði hitt og þetta

Já ég er búinn að lagfæra "athugasemdakerfið" því að einhverjum "Sævari og Fríði" fannst þetta of erfitt. jú ég verð nú víst að játa það að þegar ég prófaði sjálfur að skrifa athugasemd að þá var þetta óþarflega flókið ferli. Þannig að núna er mjög einfalt að skrifa kveðjur eða athugasemdir svo engar afsakanir gilda lengur.

Annars er alltaf gaman að fá svona athugasemdir sem fá mann til að lagfæra hlutina. En já mér til mikillar furðu að þá skildi prófessorinn minn eftir athugasemd við eina færslu hjá mér. Ég veit nú ekki hvernig hann fann bloggið mitt en ég hrósaði honum í tíma á mánudaginn fyrir að hafa tekist að skilja eftir kveðju þrátt fyrir að allt sé á íslensku.

 Af líðandi stundu. Við vorum með gesti um helgina, Eva og Ingi kíktu á okkur. Mikið stuð að sjálfsögðu og þau fengu fyrsta túrinn um Leiden og síðan fórum við á sunnudaginn til Amsterdam þar sem vísindasafnið og Heineken verksmiðjan var skoðað.

Á laugardaginn fór ég til Boxtel á scout-in, 5000 manna skátamót fyrir 17 ára og eldri. Mikið stuð en ég gat nú ekki stoppað þar nema á laugardaginn. Ég var að kynna Roverway fyrir Hollendingum við ágætar undirtektir. Sjá myndir!!!

Brjálað að gera í skólanum enda líður að annarlokum. Fattaði í gær að ég hafði gleymt að lesa 4 greinar fyrir daginn í dag og gera þriggja bls. úrdrátt um málefnið. Þannig að ég þurfti að vinna fram á kvöld í gær og vakna snemma í morgun. Þetta hafðist nú allt saman. Á morgun á ég að vera með kynningu á rannsókninni sem ég er að gera og svo þarf ég víst að lesa einar fjórar greinar á morgun.

Að lokum óska ég Matta og Áslaugu til hamingju með brúðkaupið á laugardaginn. Er enginn með góða sögu, hef ekkert heyrt. Vonandi hefur allt gengið upp...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband