Leita í fréttum mbl.is

Hin súra lykt Hollands

Það er eitt sérstakt þegar þú gengur um götur borga Hollands að stundum finnur þú frekar súra lykt. Þetta á sérstaklega við þegar þú gengur fram hjá svokölluðu "coffeeshops". Megin ástæðan fyrir þessari lykt er að sjálfsögðu að hassreykingar eru leyfðar í Hollandi, reyndar held ég að þær eigi að fara fram á þessu svokölluðu kaffistofum en gjarnan sér maður einhvern með eina feita jónu í hendi.

Samkvæmt því sem ég hef heyrt að þá vísa rannsóknir til þess að misnotkun eiturlyfja sé ekki meira vandamál í Hollandi en í öðrum löndum. Ég hef ekki neitt frekar um það enda ekki tilgangur með þessum pósti.

Tilgangurinn er að vekja athygli á þessari súru, frekar vondu lykt. Ég hreinlega skil bara ekki hvernig menn geta staðið í þessu, svona út frá lyktarlegusjónarmiði. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér þessa dagana en þegar maður stendur og hlustar á tónleika og upp kemur þessi svaka súra lykt Hollands. Þá held ég nú að það sé betra að hafa þetta bannað og fólk reyki bara heima hjá sér, þá fæ ég allavega að vera í friði :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Ég er ekki frá því að í þessari rannsókn gæti "misnotkun" verið skilgreind sem einhvers konar vandamálahegðun (innbrot og aðrir glæpir) og tíðni slíkrar hegðunnar minnkar þegar dópið er lögleitt. Ég held hins vegar að það sé nokkuð öruggt að ef spurt væri um tíðni reykinga myndi Holland vera frekar ofarlega á listanum

Jón Grétar Sigurjónsson, 6.10.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

jú sannarlega er reykt hér mikið!!!

Jón Ingvar Bragason, 6.10.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér skilst nú reyndar að Amsterdam virki sem aumingjasegull Evrópu og blessaðir Hollendingarnir séu að reyna að finna einhverja leið til að losna við skrílinn en gengur illa.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.10.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband