25.10.2007 | 09:35
fyrstu önn lokið...
Þá er fyrstu önninni lokið í skólanum og nokkra daga pása þar til næsta hefst. Maður veit eiginlega ekki hvað maður eigi að gera af sér. Við fórum í gær á alþjóðakvöld á Einstein, troðið út úr dyrum en ágæt kvöld samt sem áður. Í kvöld er stefnan tekin á póker í Delft með öðrum íslendingum og um helgina er planið að fara til Rotterdam að skoða sig um og hitta hana Ingu Auðbjörgu sem er að læra þar. Það er svo sem ekki hægt að segja að við sitjum með hendur í skauti þrátt fyrir að hlé sé á námi. Þarf reyndar að fara á morgun til Amsterdam og ná mér í bækur fyrir tímana í næstu viku.
Annars er allt gott að frétta. Það er farið að kólna hér hitinn fór niður fyrir 10 stig í gær svo að veturinn er sennilega að skella á. Keypti mér af þeim sökum þessa bráð góðu úlpu svo að maður verði nú ekki úti í hinum Hollenska vetri. Ég ætla að halda áfram að gera ekki neitt....
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.