Leita í fréttum mbl.is

Það styttist í jólin

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna í Hollandi, nánast eins og ég hafi komið í gær en samt er svo langt síðan. Núna er einungis mánuðir eftir af önninni minni og verkefnin byrjuð að hlaðast upp á nýjan leik. Í hverri viku þarf ég að standa skil á verkefni og í byrjun desember verða það tvær hóp ritgerðir og ein einstaklingsritgerð ásamt því að þurfa að fara í munnlegt próf. Það er svolítið sérstakt með þetta munnlega próf nefnilega, það á að fara fram í viku 51 eða 52 og þegar kennarinn var spurður hvenær í viku 52 að þá nefndi hann aðfangadag. Ætli það sé ekki svolítið sérstakt að vera í prófi á aðfangadag! En svona er þeir Hollensku víst, fríið er bara rétt yfir hátíðarnar.

Á morgun held ég til Dublin á skátafund. Ætli ég hafi nú ekki frá einhverju skemmtilegu að segja eftir þá heimsókn. Írarnir vildi endilega fá mig til að koma og segja frá reynslu minni af skátadagskrárgerð, sem ég einmitt lauk við áður en ég flutti af landi brott. Svolítið sérstakt að ég vann að þessu verkefni í þrjú ár og loksins þegar það er tilbúið að þá stingur maður af, en mér er tjáð að þetta gangi mjög vel allt saman :-)

En já aftur að jólunum. Hér í Hollandi er siðurinn að jólasveinninn mætir á svæðið 5 desember, ca hálfum mánuði áður kemur hann til Hollands með skipi frá Spáni ásamt 10 svörtum aðstoðarmönnum. Það er ekki mikil umræða um kynnþáttafordóma í þessu samhengi sem maður hefur orðið var við eins og íslendingar sem eru að missa sig yfir 10 litlu negradrengjunum. En já þann 5 des fá börnin jólagjafir frá jólasveininum og svo er eitthvað lítið um gjafir um jólin sjálf. Það er allavega nú þegar búið að bjóða okkur í heimsókn á Hollenskt heimili þann 5. des svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta er allt saman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ spennandi, að fá að "prófa" svona útlend jól :o) En þetta skýrir þessa undarlegu jólasýningu sem var á einhverri ráðstefnu sem ég var á, í Hollandi fyrir nokkrum árum. Ég skildi ekki alveg þennan fjölda þeldökkra jólasveina eða -álfa eða hvað þetta var nú eiginlega. Líktist alla vega ekki í neinu öðrum Evrópskum jólasiðum sem ég hafði heyrt um eða séð :o)

Fríður Finna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband