29.11.2007 | 13:41
Já Google er nokkuð gott fyrirtæki
Í verkefni sem ég gerði um daginn í Háskólanum að þá notuðum við Google. Í verkefninu átti maður að hanna nýtt skipurit fyrir fyrirtæki og þá þarf maður að skoða fyrirtækið frá öllum mögulegum sjónarhornum. Google segir að með því að hafa alla þjónustu við hendina að þá aukist ánægja starfsmanna sem skili sér í margfallt betri afköstum. Þeir hafa reyndar verið gagnrýndir fyrir að borga lág laun en ég veit ekkert meir um það. Það er mjög eftirstótt að vinna hjá Google og komast færri að en vilja. Ef þið viljið lesa ykkur til um þetta eða kynna ykkur Google þá bendi ég á síðuna www.google.com/about.htm (um Google).
Nuddaður og klipptur í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Enginn gerir neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!
Þetta er auðvitað mergur málsins. Laun eru greiðsla fyrir tíma starfsmanna. Laun ráðast eins og aðrar greiðslur af framboði og eftirspurn. Google hafa búið til framúrskarandi vinnustað auk þess að "hæpa"-sig upp þannig að allir vilja vinna hjá Google. Þegar framboðið á starfsfólki er nægt þá þarf ekki að greiða há laun - svo einfalt er það.
Þeir hafa því örugglega reiknað þetta út. Verandi með þúsundir starfsmanna dreifist kostnaðurinn við þjónustuna á ansi marga starfsmenn sem kannski tala meira um þjónustuna útávið en þeir nota hana sjálfir. Framboðið á þjónustunni þarf því ekki að vera neitt mjög mikið pr. starfsmann. Þeir hafa komist að því að með því að auka þjónustuna svona verulega þá gætu þeir lækkað launin á móti þar sem framboðið af starfsmönnum mundi aukast. Teygnin er síðan bara reiknisdæmi, þ.e. hvað launin þurfi að vera mörgum prósentum lægri en hjá samkeppnisaðilunum til að það standi undir auknum kostnaði við þjónustu við starfsmenn og haldi samt framboðinu á hæfum starfsmönnum ásættanlegu.
Google er flottir. Þora að fara ótroðnar slóðir, hugsa út fyrir kassann og fatta að það þarf að eyða krónum til að græða hundraðkalla.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.11.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.