Leita í fréttum mbl.is

Krullað í Kandersteg

Ég var um helgina að skátast í Kandersteg. Við vorum að skipuleggja fund fyrir þá sem bera ábyrgð á starfi 16-22 ára skáta í hverju landi fyrir sig, fundurinn verður í byrjun apríl í Kandersteg. Þetta er frábær staður, reyndar var enginn snjór en veðrið var frábært. Ef þið viljið kynna ykkur Kandersteg þá getið þið farið á www.kisc.ch.

Flaug með EasyJet til Basel þar sem Ella Vala tók á móti mér og bauð mér í mat. Eftir góða stund með Ellu Völu og Dirk var haldið á áfangastað. Á föstudagskvöldið var boðið uppá osta foundu að sjálfsögðu og á laugardagskvöldið var haldið í Krullu eða Curling. Ég hefði nú ekki trúað því að láta fleyginn renna og að sópa væri erfiðisvinna, þetta kom skemmtilega á óvart. Mitt lið tapaði að sjálfsögðu en við skemmtum okkur mjög vel. Myndir af helginni: http://public.fotki.com/joningvar/www-in-kandersteg

Krullað í Kandersteg

Basel flugvöllur er svolítið sérstakt fyrirbæri. Í raun og veru er hann í Frakklandi en hann er rekinn sameiginlega af Svisslendingum og Frökkum. Í miðri flugstöðinni er veggur sem skipti landamærunum, salir 1 og 2 eru í Frakklandi og 3 og 4 í Sviss.

Kom sem sagt heim á sunnudaginn örþreyttur og gærdagurinn var frekar þreyttur dagur. En maður má víst ekki slá slöku við, mörg verkefni eru á skiladegi og svo er próf í næstu og þar næstu viku. Tvær vikur í jólafrí Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mig hefur alltaf langað að prófa þessa íþrótt, held að hún ætti vel við mig.  Kannski við stofnum krullfélag þegar þið snúið heim?

Sævar (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

já þetta er merkilega skemmtilegt. Við skoðum þetta með krullufélagið...veit að það er eitt slíkt starfandi á Akureyri.

Jón Ingvar Bragason, 6.12.2007 kl. 09:39

3 identicon

Ármann eða Þróttur er lika með krulludeild

Gása (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband