13.12.2007 | 10:54
Tveimur skrefum nær...og ég missti af óveðri
Rétt í þessu var ég að skila inn verkefni, síðasta verkefnið sem ég þarf að skila inn á þessu ári. Í gær fór ég í próf svo það eina sem eftir er fyrir jól er munnlegt próf á þriðjudaginn. Þetta hefur allt gengið ágætlega hingað til og í dag ætla ég að taka mér tíma í að skrifa jólakort og ganga frá fáeinum hlutum áður en ég helli mér á nýjan leik í lestur.
Ég var að lesa það á mbl að það hefði verið óveður á sv-horninu íslandis í gær. Maður missir greinilega af öllu því skemmtilega. Maður er meira að segja farinn að kippa sér upp við smá rok hér í Leiden.
Já komst að hrikalegum hlut í gær á heimleiðinni frá skólanum. Þann 9. des þá breyttust lestaráætlanir hér í Hollandi og stundum eru þessir hlutir jákvæðir en fyrir mig að þá þýðir það að tengingin við Leiden versnaði örlítið. Það var þannig að ég gat tekið hvaða lest sem er heim og ég náði fljótlega tengingu á Schiphol, en núna þá þarf ég að bíða í 10 mínútur á Schiphol ef ég tek lestina 26 mínútur yfir af því að hún fór alltaf 24 og tengilestin 33 en núna fer hún sem sagt 26 en hin lestin 29 þannig að ég næ henni ekki og næsta lest er 45. Spáið í þessu, agalegt dæmi!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.