Leita í fréttum mbl.is

Vika eftir og þá er komið jólafrí

Það er ótrúlega fínt að vera inni að læra fyrir próf þegar veðrið er svona leiðinlegt, rigning og kuldi hér í Leiden. Flestir myndu nú reyndar segja að 8 stiga hiti sé nú ekki mjög kalt en það er það nú bara víst!

Á morgun fer ég í próf og að því loknu þarf ég að ljúka við verkefni sem á að skila á hádegi á fimmtudag. Síðan tekur við lestur en síðasta prófið mitt er 18. des kl. 18:00 og það er munnlegt. Ég man nú ekki til þess að ég hafi áður farið í munnlegt próf í svona efni, þegar ég var í MK þá fór maður í munnlegt próf í tungumálum en ekki svona miklu efni. Við erum þrír sem förum saman í prófið og erum spurðir út í verkefni sem við unnum saman og efni annarinnar, verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman.

Annars svona í hjáverkum hef ég verið að skoða hvaða leið er best að keyra til Þýskalands á milli jóla og nýárs. Við erum búin að leigja bíl þann 27. des til 3. jan. og mestan þann tíma verðum við í skátakastala í Rieneck í Þýskalandi. Samkvæmt Google Earth að þá eru þetta 544 km sem við ættum að vera ca 5 tíma að keyra. Álfheiði langar á jólamarkað svo ég var að spá í að stoppa í Köln og kíkja þar á markaðinn, þeir eiga víst að vera opnir til 30. des. Við þurfum að skoða þetta en Google Earth er stór sniðugt forrit þegar maður er að átta sig á vegalengdum og hvar er áhugavert að stoppa á leiðinni.

En best að setja herra Senseo í gang og fá sér einn kaffibolla og halda svo áfram að lesa!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband