15.12.2007 | 19:27
Ég fæ skötu
Eftir talsverða skipulagningu er ég búin að tryggja mér skötu fyrir Þorláksmessu.
Skatan var keypt í fiskbúð í dag og afhent fyrsta "burðardýrinu". Á morgun heldur
skatan af stað til Kaupmannahafnar þar sem hún býður þess að vera flutt hingað til
Leiden. Alls þurfti ég að fá fjóra aðila til að koma þessu í kring, hvað gerir maður ekki
fyrir skötuna? Ég var síðan að spá í að bjóða nokkrum útlendingum í að smakka skötu
í hádeginu á þorláksmessu - eins gott að kanna það hvernig best er að sjóða skötuna :-)
Það er aldrei að vita nema að ég fái jóla Tuborg til að hafa með skötunni.
Jólaundirbúningur hefur gengið furðuvel á heimilinu. Fórum í gær með
jólakort í póstinn og pakka til Noregs. Inga Auðbjörg flytur svo restina
til Íslands á þriðjudaginn en það er búið að kaupa allt, bara smávægilegur
lokafrágangur eftir. Þannig að núna á bara eftir að þrífa og skreyta
örlítið heimilið, það má víst ekki vera mjög mikið svo við göngum nú ekki
fram af Hollendingunum.
Jólalag Baggalúts komið út það styttist óðum í jólin :-)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Til hamingju með þessa forfrömuðu skötu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.