Leita í fréttum mbl.is

Ég fæ skötu

Eftir talsverða skipulagningu er ég búin að tryggja mér skötu fyrir Þorláksmessu.
Skatan var keypt í fiskbúð í dag og afhent fyrsta "burðardýrinu". Á morgun heldur
skatan af stað til Kaupmannahafnar þar sem hún býður þess að vera flutt hingað til
Leiden. Alls þurfti ég að fá fjóra aðila til að koma þessu í kring, hvað gerir maður ekki
fyrir skötuna? Ég var síðan að spá í að bjóða nokkrum útlendingum í að smakka skötu
í hádeginu á þorláksmessu - eins gott að kanna það hvernig best er að sjóða skötuna :-)
Það er aldrei að vita nema að ég fái jóla Tuborg til að hafa með skötunni.

Jólaundirbúningur hefur gengið furðuvel á heimilinu. Fórum í gær með 
jólakort í póstinn og pakka til Noregs. Inga Auðbjörg flytur svo restina
til Íslands á þriðjudaginn en það er búið að kaupa allt, bara smávægilegur
lokafrágangur eftir. Þannig að núna á bara eftir að þrífa og skreyta
örlítið heimilið, það má víst ekki vera mjög mikið svo við göngum nú ekki
fram af Hollendingunum.

Jólalag Baggalúts komið út það styttist óðum í jólin :-) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju með þessa forfrömuðu skötu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband