Leita í fréttum mbl.is

Góð jól í Hollandi

Við erum búin að hafa það mjög gott þessa jólahátíðina, þökkum fyrir góðar gjafir og kveðjur.

Á aðfangadag var borðaður hryggur ásamt kökum, smákökum, og fleira góðgæti. Eftir að hafa opnað pakkana (sem náðu í tíma) og skoðað jólakortin var rætt við stórfjölskyldurnar á skype með aðstoð vefmyndavélar. Þannig að aðfangadagur var með hefðbundnu sniði hjá okkur.

Jóladagur var tekin með miklum svefni og lestri fram eftir degi. Seinnipartinn var síðan haldið í jólaboðið hjá Grikkjunum og haldið uppá alþjóðlegan jóladag. Fjölbreytt fæði í boði og farið í skemmtilegan pakkaleik.

Í dag annan dag jóla verður það tekið rólega. Myndum sennilega ekki fara út úr húsi en við verðum víst að ná í dótið okkar frá því í gær! Og svo þurfum við að ákveða hvort það verður haldið af stað til Þýskalands á morgun eða hinn daginn og þá hvaða leið verður tekin.

En ef þið hafið áhuga þá er hægt að skoða myndir á http://public.fotki.com/joningvar/jol_i_hollandi/ af ævintýrum síðustu daga hjá okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hæ hæ Jon Ingvar og Alfheiður.

Vona að þið hafið haft það gott um jolin. Datt i hug að lata ykkur vita af frabærri islenskri hljomsveit, Bloodgroup, sem ætlar að spila i Hollandi i januar. Alveg þess virði að fara og hlusta þe. ef þessi staður er einhvernstaðar nalægt ykkur:o) 4 af 5 meðlimum hljomsveitarinnar eru i fjölskyldunni minni.

January, 10 2008 at Eurosonic 2008 @ Parlement
Groningen, Netherlands

Bestu kveðjur

Magga

Margret B. Sigurbjörnsdottir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband