Leita í fréttum mbl.is

Sorgleg misnotkun á lýðræðinu

Sannarlega er þetta sögulegur viðburður en ég held að sagan dæmi þetta neikvætt. Það hefur aldrei skilað árangri að vera með yfirgang og hrópa og kalla og koma í veg fyrir að löglegur fundur geti farið fram. Það var t.d. sérstakt að sjá gamla konu í sjónvarpinu í gær segja að fólk hefði kallað hana fasista af því að hún vildi ekki mótmæla. Fólk verður að skilja að það eru mismunandi sjónarmið og þó sumir telji að þessi nýji meirihluti sé aðför að lýðræðinu að þá eru aðrir sem telja þetta lýðræðislegan framgang. Svona múgsefjun eins og átti sér stað í Ráðhúsinu í gær er engum til framdráttar, ég tel þetta mjög sorglegt!!!


mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mér fannst þetta líka sorglegt og bloggaði um það á hughrif.blog.is en var kallaður fífl fyrir það. Svona eru sumir nú lýðræðislegir

Rúnar Már Bragason, 27.1.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Já sá það...ótrúlegt hvað fólk skrifar og lætur út úr sér í hita leiksins.

Jón Ingvar Bragason, 27.1.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband