31.1.2008 | 12:08
Er ekki rétt að snúa sér að rekstri
Kráareigendur hafa margir hverjir kvartað og kveinað yfir reykingarbanninu. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að ögra yfirvaldinu með því að láta setja upp sérstakan reykingarklefa. Að auki hefur dómsdagsspám um að fjöldin allur af kráareigendum rambi á barmi gjaldþrots einungis út af þessu banni. Ég er sammála því að það er handvöm hjá hinu opinbera að setja ekki reglugerð um viðurlög og eftirlit en að leyfa reykingar er ekkert annað en ögrun.
Það er athuglisvert að skoða þessa umræðu í ljósi þess að samkvæmt könnunum hefur fylgi við bannið aukist frá því að það var sett, nú síðast var sagt að um 80% landsmanna séu því fylgjandi. Bannið er sett með lýðheilsu í huga þ.e. að heilsa almennings gangi framar öðrum hagsmunum.
Mér er spurn að ef þessir kráareigendur færu nú að snúa sér að rekstri sinna staða og finna leiðir til að leysa málið innan ramma lagana að þá myndu þeir kannski laða fleirri gesti að. Einn kráareigandi talaði um að bjórsala hefði minnkað, fyrir því geta t.d. verið margar aðrar ástæður heldur en reykingabannið eins og okur verð á bjór.
Ég hvet kráareigendur eindregið til að snúa sér að öðru og hætt að berja hausnum endalaust í steininn út af þessu banni. Tímar reykfylltra kráa er lokið!!!
Kráareigendur leyfa reykingar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.