31.3.2008 | 13:08
Kaldhæðni örlagana
Verð á eldsneyti í evrópu er víða um 1,45 evru sem er um 175 íslenskar krónur. Bílstjórar mótmæla háu verði með því að stoppa umferð á götum borgarinnar. Ég bara spyr eru þeir ekki að snúa kröftum sýnum að vitlausum aðila, ríkið hefur engu breytt í sýnum álögum sbr að eldsneyti er dýrara víðast hvar í evrópu. Frekar er hægt að segja að haldið hafi verið aftur að hækkunum! Þetta kalla ég kaldhæðni örlagana...
Það er víst rétt að klára færslur áður en þær eru birtar...
1. Það sem ég átti við með kaldhæðni örlagana er að sveflur í gengi hafa orðið til þess að eldsneyti hækkar stöðugt, en það verður jafnramt til þess að eldsneytisverð á íslandi er mun lægra en í evrópu.
2. Þegar ég tala um eldsneyti að þá á ég bæði við dísel og bensín því í Hollandi og Þýskalandi er þetta á sama verði.
Bílstjórar aka óvenju hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Þú veist ekki hvað kaldhæðni örlaga merkir.
Legðu saman bensínverð við matarverð, vexti og annað og þá sérðu aðra mynd í samanburði við evrópuríkin sem þú nefnir. Er þér sama þó verðið sé svona hátt?
Ívar (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:40
Og miðaðu saman diesel og diesel.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 13:47
"ríkið hefur engu breytt í sýnum álögum"
Sumir vilja meina að það sé vandamálið, ríkið tekur fasta krónutölu + vörugjöld (prósentutala) + virðisaukaskatt (prósentutala)
Því meira sem eldsneytisverð hækkar í innkaupum, því meira tekur ríkið í gegnum vörugjöld.
Auðvitað á að taka virðisaukaskatt áfram, en margir setja spurningarmerki við vörugjöldin, hvort þau eru nauðsynleg.
Elís Traustason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:55
Spurning hvað ríkið myndi verða af miklum tekjum ef þeir felldu niður vörugjöld, veit að nískupúkarnir Geir og Árni, báðir mjög íhaldssamir fjármálamenn myndu missa legvatnið við þeirri hugsun að minnka gróða ríkissjóðs.
En já kannski að við myndum ekki hafa efni á næstu göngum plús því að geta haldið vegunum í meðallélegu ástandi...
Bleh, kannski að ég sé bara pirraður vegna þess að ég sé benzínstöð útum glugga hjá mér og er því of meðvitaður um verðið, alltaf hækkar talan...
En já góður punktur með að miða frekar við dísel því mikill hluti einkabíla í Evrópu er orðinn díeselknúinn og við myndum sjá mótmæli t.d. í Þýskalandi ef verðlagið væri svipað og hér. Þ.e.a.s. dísel dýrara en benzín.
Skaz, 31.3.2008 kl. 14:18
Þú ert líka að miða við að 1 evra sé 119 kr.
Ef evran væri 85 kr þá væri verðið 123 kr á líterinn.
Efast um að líterinn sem þú tekur sem dæmi hafi hækkað um 0.45 evrur undanfarna mánuði.
Davíð (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.