Leita í fréttum mbl.is

Hættuleg braut...

Ég hætti mér greinilega út í viðkvæmt umræðuefni í gær með því að benda á villur í málflutningi mótmælenda hás eldsneytisverðs. Það er alltaf sama sagan með mótmæli á íslandi að þegar maður bendir á veikleika í málflutningi að þá byrja menn að skjóta það í kaf. Það er náttúrulega þannig að sókn er besta vörnin.

Flutningabílstjórum finnst það fínt að leggja trukkum sínum í Ártúnsbrekkunni til að mótmæla hækkun á eldsneytisverði, gott og gilt. En afhverju hafa þessir sömu menn ekki unnið að því að finna betri leiðir til að spara eldsneyti á trukkunum, t.d. keyra með vistvænum hætti, ekki láta bílana ganga endalaust osfrv.

Almenningur getur sparað með að selja annan fjölskyldubílinn og fengið sér annaðhvort rafmagnsbíl eða metanbíl. Eða heinlega bara að fá sér reiðhjól og nota það, ekki er það svo mikið mál.

Málið er að svo lengi sem við erum háð öðrum með eldsneyti að þá ráðum við litlu um verðið, það er alltaf hægt að agnúast út í skattheimtu ríkisins en þegar öllu er á botninn hvolft að þá er það kannski ekki aðal orsökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eða hreinlega bara að fá sér reiðhjól og nota það, ekki er það svo mikið mál"

Halló?  Ertu búinn að gleyma því hvernig það er að búa á Íslandi?  Ég hefði viljað sjá þig skutla stráknum í sellótíma á hjóli -í rokinu um daginn! 

Sævar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:00

2 identicon

Haha góður Sævar! sé þig í anda með sellóið á bakinu og Hlyn á stýrinu:)

Það reyndar alveg rok hér í Hollandi en ég hef ekki enn séð neinn með selló á hjólinu. Kannski lærir fólk bara á lítil hljóðfæri hérna. Kannski af því því þeir eiga bara hjól?

Álfheiður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband