Leita í fréttum mbl.is

Allt í föstum skorðum

Það er allt komið í fastar skorður eftir ferðalög og veikindi síðustu vikna. Ég er að vinna hörðum höndum að því að vinna upp í skólanum sem ég komst ekki yfir síðustu vikur. Þetta ætti allt að vera komið í réttan farveg í lok næstu viku.

Ásgeir Ólafsson kom til okkar á miðvikudaginn. Hann er í útskriftarferð með skólanum sýnum og er í dagskrá með þeim fram á sunnudag þegar við sjáum hann aftur. Stíf dagskrá hefur að sjálfsögðu verið skipulögð án hans vitneskju; sunnudag verður stíf bjórsmökkun á belgískum bjór, mánudag verður farið eitthvað og um kvöldið er Grísk afmælisveisla. Hann verður svo sendur heim á þriðjudag í meðferð...

Evran virðist vera að rétta úr kútnum núna sem er MJÖG gott mál. Þetta flakk á krónunni hefur kostað okkur nokkra þúsundkallana þannig að við vonum að hún rétti sig við fyrr en síðar.

Já að lokum að þá talaði ég um að síðustu vikur gætu dregið dilk á eftir sér. Hver þessi dilkur er verður ekki gefið upp fyrr en það er orðin ljóst hvort af honum verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr bið að heilsa lillabro! Látið hann drekka einn fyrir okkur heima ... eða tvo

kv

Dagmar

Dagmar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband