Leita í fréttum mbl.is

helgin liðin og vikan hálfnuð

Ég verð nú að játa að þetta er búin að vera sérstök vika, við færðum eiginlega helgina til fram á þriðjdag. Við lærðum mikið á laugardag og sunnudag og sýndum Ásgeiri svo um þegar hann kom á sunnudagseftirmiðdag hingað til Leiden. Hann var hjá okkur fram á þriðjudag (sunnudag hjá okkur) og við fórum til Amstram til að skoða aðstæður fyrir næstu helgi.

Já við fórum víða með kallinn og sýndum honum undur þessa bæjar. Hann fékk meira að segja að fara í Gríska afmælisveislu sem fáir aðrir hafa fengið sem hafa komið hingað í heimsókn. Ásgeir sýndi á sér nýjar hliðar og dansaði eins og sannur karlmaður og heillaði þar með allar stelpurnar uppúr skónum (úps var þetta kannski meira en ég mátti segja?). Takk Ásgeir fyrir komuna, þetta var stuð!!!

Um næstu helgi verður steggja og gæsaveisla hjá Chris og Wendy. Við tókum að okkur að skipuleggja dæmið hér í Amsterdam og von er á miklu fjöri.  Alls er von á 17 manns eða 8 stelpum og 7 strákum. Nánar um það síðar.

Núna er ég að klára ritgerð sem ég á að skila á morgun, best að halda sér að efninu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband