Leita í fréttum mbl.is

Það er komin helgi...

Svei mér þá ef þessi vika leið ekki einum of hratt. Ég þarf greinilega að nota helgina vel til að vinna að lokaverkefninu. Annars er okkur boðið að fagna Grískum páskum á sunnudaginn, mér skilst að það sé mikið étið og drukkið enda á liðið að fasta í viku fyrir þennan viðburð. Það er víst allur gangur á því hvort fólk fasti eða ekki en allavega er nóg borðað.

Dagskrá næstu viku hjá mér er:

Sunnudagur - Grískir páskar
Mánudagur - Fríður Finna kemur við hér á leiðinni til Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur - Undirbúa drottningardaginn
Miðvikudagurinn - Fer til Amsterdam til að upplifa drottningardaginn
Fimmtudagur - Dagur verkalýðsins, held að ég jafni mig bara á deginum á undan og reyni að læra
Föstudagur - Vá komin helgi á nýjan leik

Held að það þurfi aðeins meiri klukkutíma í sólarhringinn þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðu ekki að fá fráhvarfseinkenni af skrúðgönguleysi?

Magga sax (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:46

2 identicon

Hva.... það mætti halda að þú værir ekki í skóla, ertu bara að leika þér alla daga

Hgret (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 06:18

3 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

jú það eru mikil fráhvarfseinkenni af skrúðgönguleysi...

hvað er ekki skóli að læra, leika og lita :-)

Jón Ingvar Bragason, 27.4.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband