Leita í fréttum mbl.is

sagan af lokaverkefninu

Síðan í janúar hef ég unnið að því að byrja á lokaverkefninu mínu. Þá einmitt völdum við okkur innan hvers sviðs við vildum skrifa og ég valdi skapandi iðnað eða creative industries. Fyrsta verkefnið var að sjálfsögðu að lesa sér til um fræðina á bak við iðanðinn og að velja sér hvað maður vildi skrifa um. Mælt var með því að maður fyndi sér fyrirtæki til að taka fyrir innan ákveðins geira, þ.e. tónlist, sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og svo framvegins. Leiðbeinandinn minn var í fríi allan febrúar svo að ég gat í raun ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en í mars, sem var svo sem allt í góðu.

Fyrsta  tillaga leit ljós í mars. Þó að ég hefði nú ekki verið komin með fræðilega hlutan á bak við mig að þá kom ég fram með þá hugmynd að skrifa um velgengni Latabæjar og afhverju hún stafar. Hugsanlega bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Allt í góðu með það. Nokkuð hress mæti ég á fyrsta fund með leiðbeinandanum og við ræðum þetta, hún var nú ekki alveg að kaupa hugmyndina en sagði mér að vinna áfram með þetta, stuttu síðar fæ ég tölupóst þar sem hún bendir mér á að lesa mér til um Entertainment-Education.

Um miðjan apríl tek ég munnlegt próf í creative industries til að sýna fram á að ég viti nú eitthvað um fagið og geti byrjað á ritgerðinni. Við fundum og hún segir mér að finna a.m.k 10 greinar og útbúa yfirlit yfir hvað þær segja til að vera með fræðilega hlutan á hreinu.

Næsti fundur var nú á mánudaginn þar sem ég kynnti drög að tillögu um ritgerðina. Þá kemur það náttúrulega uppá yfirborðið að Entertainment-Education er mjög félagsfræðilegt hugtak og lítið skylt eiginlega við það sem ég er að læra. Þá barði ég sjálfan mig í hausinn yfir því að hafa ekki hlutstað á sjálfan mig og valið aðra leið með verkefnið. Allt í góðu með það, fór heim til að finna fleiri greinar.

Nýjasta áttin var að tengja þetta við markaðsfræði og vörumerkjastjórnun. Sendi póst á kennarann en hún þekkir ekki til vörumerkjastjórnunarfræðinnar en bendir mér á að ég ætti að skrifa um velgengni latabæjar sem sé greinilega einstök (sendi henni greinar um það) og bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Málið er að það er það sem ég lagði til fyrir meira en tveimur mánuðum síðan, arrrrg.

Þannig að núna er ég kominn aftur á byrjunarreit en núna veit ég samt nokkurnveginn hvernig ég ætla að tengja þetta saman. Ekkert meira rugl heldur hefjast handa við að vinna að þessu.

Ég varð nú bara að skrifa um þetta til að komast áfram og einbeita mér að verkefninu í stað þess að svekkja mig yfir þessu ferli :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband