26.9.2008 | 13:41
afhverju seldi ég ekki? afhverju fjárfesti ég ekki? afhverju...
Var svona að velta fyrir mér að ef ég hefði selt íbúðina fyrir ári síðan og sett fjármunina sem hefðu komið út úr því á hávaxta reikning að þá gæti ég lifað á vöxtunum af þeirri upphæð núna. Hefði meira að segja geta keypt evrur í fyrra til að duga fyrir náminu - afhverju gerði ég það ekki?
Þetta er eðlileg spurning sem að maður veltir fyrir sér í dag þegar evran stendur í 141 kr. Afhverju afhverju afhverju...Leigan hefur farið úr 85 þúsund krónum í 141 þúsund krónum á mánuði á einu ári.
Ég á allavega ennþá íbúðina á íslandi þannig að auðveldlega get ég skuldsett mig meira, en ekki er það nú gott. Maður verður víst að drífa þetta nám af og finna sér einhverja vinnu við hæfi svo að málin fari að þokast eitthvað.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Þú hefðir líka getað selt íbúðina og keypt hlutabréf í sterku íslensku bönkunum sem var "nánast gulltryggð fjárfesting" á sínum tíma...
Andrés Björnsson, 27.9.2008 kl. 22:00
Ég er einmitt með pening á hávaxtareikning. Hef engar skuldir eða eignir, bara þennan sparnað.
Ef ég hefði sett það á gjaldeyrisreikning (með 1/3 af hávöxunum), eða bara verðtryggðan sparireikning ætti ég mun meiri pening í dag en á þessum óverðtryggða "hávaxtareikningi"
Einar Jón, 2.10.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.