28.10.2008 | 15:36
Lokaverkefnið farið að rúlla
Það er loksins að komast góð hreyfing á lokaverkefnið hjá mér. Ég er búin að búa til grunn að nýju verkefni sem snýst um aðferðir til að hlúa vel að sjálfboðaliðum til að framlengja dvöl þeirra í starfi (retaining volunteers). Það er mjög margt í spilunum varðandi þetta efni en ég tel mig þekkja nokkuð vel inná þetta eftir öll þessi ár í skátastarfi.
Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hófst handa við lestur að þessu atriði hefur ekki verið sinnt nægilega vel í fræðunum sem þýðir að ég hef nokkuð greiðan aðgang að því að fá að skrifa um þetta. Öðru máli gegnir hins vegar um að ná í nýja sjálfboðaliða sem félagasamtök er sífellt að gera en það er víst mun ódýrara að halda í núverandi og minnka þannig veltuna á fólki. Sjáum til hvernig gengur að komast að þessu öllu.
Það er sem sagt bjartara framundan í þessum málum eftir mikinn öldudal.
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Kvitt á móti. Hlakka til að sjá ykkur í desember. Kv. Elva Rakel.
Elva (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.