Leita í fréttum mbl.is

Stórgóð helgi

Helgin þróaðist nokkuð óvænt hjá okkur. Það fór í raun ekkert eins og það átti að fara. Það sem olli því var óvænt atburðaráðs: Álfheiður við erum að verða of sein drífum okkur, og út var hlaupið, andskotans framdekkið er púkterað, pumpan rifin fram og pumpað í dekkið! Haldið var af stað og pumpan góða höfð með í för. En þegar komið var niður að bryggju að þá var ferjan farin en við vorum nokkuð viss að næsta væri eftir korter en þegar korterið var liðið og engin ferja kom að þá sáum við að hún er á hálftíma fresti yfir daginn, bara á annatímum á kortersfersti. Þetta olli keðjuverkun sem varð til þess að við komumst ekki til Delft á Útskrift hjá Unu. Við höfðum þá samband við Grikkina og hittum þá á kaffihúsi í staðinn. 

Það að hitta Grikkina varð til þess að við komumst að því að safnanótt var í Amsterdam á laugardaginn. Úr varð að við keyptum miða og héldum út í laugardagsnóttina að skoða söfn. Fórum á Filmmuseum að skoða bolliwood myndir, á Rijksmusem að sjá demants hauskúpuna eftir Damien Hirst ásamt Rembrant og þaðan á töskusafnið og gyðingadæmið og enduðum í að drekka múnkabjór í nýju kirkjunni í Amsterdam. Það var svolítið fyndið að í Rijksmuseum að þá var ég að skoða forlátta dúkkuhús frá 17 öld að þá kemur starfsmaður uppað mér og lýsir yfir ánægju að ég sé að skoða þetta þar sem óvenjulegt er að karlmenn skoði þessa dýrgripi. Úff hvaða mynd er ég að gefa af mér! Þetta var stór góð skemmtun hjá okkur þrátt fyrir að allir sem ætluðu með hefðu hætt við og biðraðir dauðans eftir að komast inn.  

En hjólið er púkterað, ekki gott þarf að láta gera við það og framgjörðina líka sem er rammskökk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Hvaða Bollywood myndir voru þarna?

Úrvalið hér á Indlandi er skelfilegt - í bíónunum hér getur maður valið um 10 Bollywoodmyndir og 3-4 vinsælustu Hollywoodmyndirnar. Aðrar myndir komat ekki á stóra tjaldið.

Einar Jón, 4.11.2008 kl. 05:32

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

þetta var á kvikmyndasafni svo að þeir byrjuðu á myndum frá 1960-1970 og svo færðu þeir sig á klukkutíma fresti um áratug. Nokkuð skemmtilegt! Man nú ekki nöfnin enda var stutt staldrað við.

Jón Ingvar Bragason, 4.11.2008 kl. 10:33

3 identicon

Glæsilegt. Alltaf gaman að taka óvænta stefnu,. draslið skilaði sér við útidyrnar - það var enginn heima...

hgret (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband