21.11.2008 | 19:02
héluð hjólaferð
rok, sjór, hagl, blautt, slydda, úff, kominn! Orðin sem best lýsa svaðilegri hjólaferð hjá mér í dag. Átti erindi á bókasafnið og ákvað að láta mig hafa það að fara út í "brjálað" veðrið. Það er rosalega erfitt að hjóla þegar vindurinn er kominn yfir 25 m/sek (alveg satt) og ekki sé talað um að þegar hagl rignir yfir mann. En þetta hafðist og ég fann helminginn af bókunum sem ég leitað að.
Undarlegt með þessi bókasöfn. Ég hélt að það væri bara eitt kerfi hér á háskólabókasöfnunum í Amsterdam en nei minn skóli er með annað heldur en UvA. Á endanum áttaði ég mig á þessu flókna kerfi. Í staðinn fyrir fyrir númerakerfi að þá var bókstafakerfi. Bókasafnið mitt er líka á 14 hæðum en ég passaði mig nú á að skrifa hjá mér hvaða hæð þetta væri á. Flotta dæmið var að þetta er allt sjálfvirkt maður skannar bókina og skólaskyrteinið og þá er þetta komið.
Ein góð saga um Hollendinga í lokinn. Hollendingar verða að vita hvað allt kostar til að geta séð hvað þeir eru að græða mikið á kaupunum. Mjög flóknar reglur gilda t.d. um þegar ákveðið er að selja hluti bara til þess að reyna að græða sem mest. Allavega í bílakaupum að þá er þetta einfalt þú sendir bara sms á ákveðið númer með bílnúmerinu og þá færðu svar um hæl hvað bíllinn ætti að kosta. Einfaldara gæti það ekki verið!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Jón! Þetta er líka svona flott á Akureyri.þ Maður skannar bækurnar og skírteinið bæði þegar maður tekur þær og skilar.
En veðrið er náttúrulega miklu betra hér, frost og snjór, gríðarfallegt.
Kveðja að norðan, tengdó
tobba (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 09:57
gleymdi að vísu að taka fram að ég þurfti ekki að tala við neinn, notaðist bara sjálfur við tölvuna og labbaði út!
Jón Ingvar Bragason, 22.11.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.