Leita í fréttum mbl.is

Djölfulli er þetta leiðinlegt tal

Ég er orðin leiður á að liggja hér hljómaði texti með Ný döns (eða eitthvað á þá leið). Mitt viðhorf endurspeglast kannski dálítið í þessum orðum. Núna í nokkrar vikur er ég búin að fylgjast með öllu því sem fer fram á íslandi reynt að greina það sem sagt er frá öllum hliðum málsins. Mín niðurstaða er sú að fólk er rosalega fljótt að sökkva í sjálfsvorkun og að kenna einhverjum öðrum um hvernig hlutirnir eiga að vera, stjórnmálamenn eru margir komnir í vinsældakapphlaup með undralausnir sem þegar betur er á horft eru ekki neitt sem virði er. Dæmi um það síðarnefnda er neyðarlán til námsmanna erlendis sem er skilgreint svo þröngt og ekki afgreitt fyrr en í lok námsannar að það hjálpar fáum. 

Vitiði að ég hef fengið nóg af þessu rugli. Öfugt við þá sem mótmæla að þá er mér nokk sama um hver ber ábyrgð á hverju. Nú er tími til að vinna, taka upp skófluna og moka flórinn. Það er nefnilega þannig að í kreppu er líka tækifæri, tækifæri til sköpunar og að finna nýjar og góðar lausnir á málunum. Virkjum kraftinn í fólkinu og notum það sem við höfum til að líta björtum augum á hlutina og hættum þessum bölmóði sem allt umliggur.

Svo ég vitni í meistara megas að lokum: smælaðu framan í heiminu og heimurinn smælar framan í þig! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega skil ég þig vel... það er löngu kominn tími til að hætta að leita að einhverjum til að kenna um og fara að finna lausnir og gera eitthvað til að reyna að laga ástandið. Það er ekki til neins að sitja bara áfram á rassinum í drullupollinum og segja "skamm þetta er allt þér að kenna"  við þurfum að drattast á fætur, skipta um buxur og halda áfram, því ef við sitjum sem fastast vex pollurinn og við drukknum á endanum!

Magga sax (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:49

2 identicon

Heyðu annars, vídeóið er komið á bloggið!

Magga sax (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:52

3 identicon

já Jón Ingvar, það þýðir ekkert að röfla útí horni.  Ætlarðu ekki bara að koma heim, stofna flokk, fara á þing og redda þessu fyrir okkur?

Svo þetta með að skipta um buxur....við eigum engar, en hver þarf svosem buxur??

Sævar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Siggi & Inga

Alveg sammála þér Jón.  Pétur Blöndal setti þetta reyndar í samhengi þegar hann sagði að þjóðin væri að fara í gegnum hefðbundið sorgarferli; afneitun, innri reiði, ytri reiði, sátt.  Fólk er auðvitað mjög mislengi í gegnum skaflinn.  Meirihlutinn kemst væntanlega í gegn fljótlega.

Það rigndi auðvitað bönkum út um alla Evrópu og allan heim þessar vikur í september og október og það eina sem skilur okkur frá öllum hinum er að hjá okkur gat Seðlabankinn ekki gripið þá sem leiddi til þess að þeir tóku myntina með sér í fallinu.

Annars er þetta bara eins og hjá öllum hinum.  Bankarnir voru orðnir allt of stórir, sem allir auðvitað vissu en ákváðu að gera ekkert í vegna þess að það gaf svo vel af sér á meðan á gleðinni stóð.  Allir græddu þá.

Í ESB var atvinnuleysið 8,5% árið 2006, þ.e. í venjulegu ári.  Meira en 15 þúsund manns þarf að missa vinnuna á Íslandi áður en við náum því í miðri kreppu.  Atvinnuleysið í ESB er á uppleið núna líka.  BT í Bretlandi var t.d. að segja upp 10 þúsund manns í síðustu viku.  Það er eitt stykki íbúar Garðabæjar með börnum og gamalmennum.

Það væri auðvitað fínt ef það væri hægt að hreinsa svolítið skítinn úr kerfinu í leiðinni en fyrst og fremst þarf bara að ýta druslunni í gang aftur eins og þú segir Jón, með uppbrettar ermar og hella sér í verkefnin.  Það fer að detta í þann gír fljótlega og mér sýnist það reyndar vera að gerast núna.  Mér finnst vera að léttast tónninn aðeins núna á allra síðustu dögum.

Ég held að IMF lánið marki beygjuskilapunktinn þegar við hættum að fara meira og meira niður og förum að fara minna og minna niður áður en við náum botninum og höldum upp á við.  Það gerist á næstu vikum og mánuðum þegar gjaldeyrismarkaðurinn kemst á skrið aftur.

Þetta reddast!

Siggi & Inga, 19.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband