Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Coke zero

Það er fáránlega mikið fjallað um nýjasta drykk coke cola þessa dagana. Coke Zero er einhver sá versti drykkur sem ég hef bragðað, svona til að þú lesandi góður sért með það á hreinu. En já það sem landsmenn hafa verið að segja er að auglýsingar séu frekar karlægar og að við ættum að sniðganga vörur þess ágæta fyrirtækis Vífilfells.

Jáhá...segi ég nú bara. Þessar auglýsingar hafa svo sem ekkert farið fyrir brjóstið á mér, frekar en coke light auglýsingar sem nb. er hægt að segja að séu frekar kvennlægar. Er ekki vífilfell að ná fram markmiðum sýnum með þessari herferð með öllum þessum skrifum. Við Íslendingar verðum nú náttúrulega að prófa drykkinn til að geta tekið þátt í umræðunni.

Ég segi nú bara hættið að tala um þetta og þá dettur þessi umræða upp fyrir.


Góð helgi að baki

Ég var mjög ánægður með afrakstur síðustu helgar. Á föstudagskvöldið komu málsmetandi menn í heimsókn og við ræddum um daginn og veginn, fundum lausn á heimsmálunum. Á laugardaginn vorum við svo með árshátíð í lúðrasveitinni svan. Þemað á árshátíðinni var milli stríðsárin og ég mætti að sjálfsögðu í viðeigandi dressi. Gærdagurinn fór svo í tiltekt og svoleiðis. Það er hægt að sjá myndir á myndasíðunni minni.

Jæja æfing framundan best að hafa sig til...


Það er dálítið magnað...

Ég starfa fyrir stærstu æskulýðshreyfingu í heimi, skátahreyfinguna. Í henni eru um 38 milljónir félaga í nánast öllum löndum heimsins. Við störfum öll undir einu heiti og stefnum að því að búa til betri heim, göfugt ekki satt? Þetta eru jú ákveðin forréttindi. Í næstu viku munum við halda skátaþing þar sem lögð er fram tillaga að nýrri skátadagskrá. Þessa tillögu hef ég unnið að síðustu tvö ár með hópi skáta. Með endurskoðun á dagskránni viljum við stuðla að bættu skátastarfi og vera viss um að við séum að mæta þörfum barna og ungmenna og því að við séum örugglega að ná markmiðum hreyfingarinnar um að skapa sjálfstæðan, ábyrgan, virkan og hjálpasaman einstakling. Ég er sannfærður að með þessum tillögum erum við að ná því. Tillögurnar er hægt að skoða í heild sinni á www.skatar.is.

Það snjóar

Ef þið hafið ekki tekið eftir því að þá snjóar á höfuðborgarsvæðinu. Ég segi nú bara að það var kominn tími til, maður getur þá tekið til við einu líkamsræktina sem maður stundar "að moka snjó". Ég er nú nokkuð ánægður með snjóinn, lífgar uppá allt saman. Það er bjartara úti og kaffistofuspjallið verður fjörugara. Allir hressir og kátir eða er það ekki? Maður getur spjallað um það að maður var þremur mínútum lengur í vinnuna, svo þurfti maður að vaða snjó út af því að enginn var búinn að moka og svo getur maður skipulagt fjallaferð til að kanna snjóalög. Nokkuð sniðugt er það ekki bara.

Í gær upplifði ég frekar leiðinlega sjónvarpsdagskrá, komst í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi en gafst svo upp úr því allir fóru að hljóma eins. Kannski varð það bara til góðs að ég tók mér þá tíma og bjó til þetta blogg!


Fluttur á mogga bloggið

Eftir fjögur eða fimm ár á blogspot hef ég ákveðið að flytja mig yfir á Moggabloggið. Ég verð nú að játa að þetta var erfið ákvörðun en mín fyrstu viðbrögð eru að þetta lofar góðu. Ætli ég þurfi þá ekki að taka til við að blogga á nýjan leik eftir frekar dapurt ár í þeim efnum. Betra að lofa sem minnstu í þeim efnum samt sem áður.

Mikið er nú þessi British top model þáttur leiðinlegur í sjónvarpinu. Það hlítur allavega að vera sönnun fyrir því að ég finn mig knúinn til að stofna til nýrrar blogsíðu, spáið í því.


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband