Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Gestagangur á Morsweg

Það verður gestagangur hér hjá okkur á Morsweg næstu daga. Andrés kíkti í heimsókn í gær en hann var í Rotterdam vegna vinnu. Við kíktum á Tælenska staðinn hér rétt hjá, svakalega góður matur. Síðan var kíkt á Einstein en á miðvikudögum er alltaf international student kvöld svo staðurinn er fullur af fólki. Mikið stuð sem sagt!

Í dag er svo von á fjögra manna gengi frá Íslandi (þ.e. ef þau komast fyrir snjó). Þrjár vinkonur hennar Álfheiðar ásamt einum maka mæta og búið er að setja saman þétta dagskrá fyrir liðið. Það verður gaman að sjá hvernig allt þetta lið kemst fyrir en við vonum það besta.

En já ætli maður verði ekki að klára undirbúningin fyrir þessa innrás...


Nýji stóll keisarans

08stollVið skruppum í IKEA í Delft áðan og fjárfestum í nýjum skrifborðsstól, ásamt fáeinum öðrum hlutum. Álfheiður lagði upp með að fara að kaupa kolla og glös en ég hafði "annað" í huga :-) fann nefnilega þennan frábæra stól á 59 evrur sem mun gera vinnusvæðið betra. Nú er bara spurningin hvað ég fæ að halda stólnum lengi...

Fékk nefnilega að vita áðan að ég verð að vinna heima næstu mánuði að lokaverkefninu og meiri skrifum. Ákvað að ég þyrfti að hafa almennilega aðstöðu til þess!!!


Snjór í Leiden

Við skruppum í bíó í gær að sjá myndina um Charlies War, mæli með henni mjög góð mynd. Það er alltaf jafn gaman að fara í bíó í Leiden, kvikmyndahúsin hér er mjög gamaldags og það ótrúlega er að í hléinu þá fer fólk í röð í sjoppunni!!!

Eftir bíó ákváðum við að koma við á bar hér í nágrenninu, prufuðum 9,9% bjór sem var nokkuð góður. Þegar að því kom að fara heim þá var byrjað að snjó, reyndar festi snjóinn ekki en þetta var ótrúlegt. Sem betur fer var stutt heim og við á hjólum sem gerði það að verkum að við komust nokkuð þurr heim.

Ég kláraði skóla verkefnin í dag svo að það verður frí á morgun. Hvað á maður eiginlega að gera af sér, kannski að við skreppum eitthvað sjáum til.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband