Leita í fréttum mbl.is

MASTERCARD - RÁN

Var að skoða kortayfirlitið mitt og sá að 100 evrur sem ég tók út á laugardaginn kostuðu mig um 24 þúsund krónur. Þetta er náttúrulega ráð þar sem að gengi evru var 172 kr um helgina en ég vitleysingurinn fattaði ekki að opinbert kortagengi Mastercard var um 240 kr gagnvart evrunni. Þetta er náttúrulega bara rán! 

Það er allavega ljóst að ég fylgist mun betur með gengisskráningu Mastercard ef ég þarf að taka peninga út á kortið. Reyni að komast hjá því og nota frekar debit kortið ef kostur er.

Sem betur fer er Seðlabankinn núna búinn að festa gengið í 131 krónu þannig að ástandið hefur skánað örlítið! 


Að herða sultarólina

Líf námsmanna hefur sjaldan verið dans á rósum. En ég verð að taka undir hjá þeim tveim um að allar áætlanir séu horfnar út í buskan. Ég gerði mínar áætlanir fyrir ári síðan en síðasta vor var svo komið að ég varð að fara heim og vinna mér inn peninga til að geta klárað námið! Afleiðingin af því er svo að ég verð lengur í námi þar sem ég missti þrjá mánuði úr í sumar. 

Maður lifir fyrir hvern dag og reyndir að spara eins mikið við sig og hægt er. En þetta er eiginlega hætt að vera fyndið þegar á tveimur mánuðum hefur krónan farið úr ca 120 kalli í yfir 150 kalli gangvart evrunni. Vonandi er botninum náð svo að maður geti klárað þetta skammarlaust!  


mbl.is Allar forsendur brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

búsettur í Amsterdam

Eftir heilt ár í Hollandi er ég loksins fluttur til Amsterdam. Við fundum þetta flotta hús í Amsterdam Noord eins og greint var frá fyrir stuttu síðan. Flutningarnir tókust vel, við leiguðum forláta opel corsa og tókst að koma öllu draslinu í tveimur ferðum frá Leiderdorp til Amsterdam. Síðustu daga hefur verið unnið að því að koma sér fyrir eins og myndirnar gefa til kynna: 

AMS flutningar bíllinnýmislegtsept2008 130ýmislegtsept2008 132ýmislegtsept2008 134

Mynd 1: yfirfullur Opel af drasli 
Mynd 2: Nýja húsið
Mynd 3: Stofan og ég
Mynd 4: Eldhúsið

Við erum 10 mínútur að hljóla niður að ferjunni sem tekur okkur yfir í miðbæinn. Strætó tekur 30 mínútur. Frá Schiphol að þá eru þetta um 45 mínútur. Nokkuð vel staðsett sem sagt.

Já og til að greina frá nýjustu afrekum mínum að þá hljólaði ég í gær úr skólanum og heim, tók allt í allt klukkutíma.  


afhverju seldi ég ekki? afhverju fjárfesti ég ekki? afhverju...

Var svona að velta fyrir mér að ef ég hefði selt íbúðina fyrir ári síðan og sett fjármunina sem hefðu komið út úr því á hávaxta reikning að þá gæti ég lifað á vöxtunum af þeirri upphæð núna. Hefði meira að segja geta keypt evrur í fyrra til að duga fyrir náminu - afhverju gerði ég það ekki? 

Þetta er eðlileg spurning sem að maður veltir fyrir sér í dag þegar evran stendur í 141 kr. Afhverju afhverju afhverju...Leigan hefur farið úr 85 þúsund krónum í 141 þúsund krónum á mánuði á einu ári.

Ég á allavega ennþá íbúðina á íslandi þannig að auðveldlega get ég skuldsett mig meira, en ekki er það nú gott. Maður verður víst að drífa þetta nám af og finna sér einhverja vinnu við hæfi svo að málin fari að þokast eitthvað. 


Ný íbúð fundin í Amsterdam

Við fórum til Amsterdam í dag að skoða íbúð. Þetta gekk svona líka ljómandi vel að við erum komin með lykil að íbúðinni og getum flutt inn á mánudaginn. Íbúðin er í norðurhluta Amsterdam og er strærri heldur en íbúðirnar sem við höfum haft hingað til (það fylgdi heldur engin köttur). Tvö svefnherbergi, vinnuherbergi, stór garður, góð stofa, stutt að hljóla niður að ferju sem tekur mann beint á aðalbrautarstöðina. Gæti ekki verið betra. Okkur fannst reyndar traustið full mikið en jú þetta lítur mjög vel út allt saman. 

af lífinu í hollandi

Það kreppir stöðugt að í lífi námsmanna þessa dagana. Evran komin í 140 krónur og allar áætlanir farnar út í buskan fyrir löngu síðan, jafnvel b, c, d og e útgáfan af áætlununum. Já hér í Hollandi tökum við hvern dag fyrir sig og vonumst til að eiga fyrir salti í grautin þann næsta. 

Við erum búin að vera að leita að íbúð þar sem við missum núverandi núna um mánaðarmótin. Þegar við fluttum út fyrir ári síðan að þá settum við viðmiðið 1000 evrur sem í þá daga voru um 90 þús kr. Í dag eru þessi sama upphæð orðin 140 þús kr. Af þeim sökum meðal annars sögðum við upp íbúðinni sem við vorum með í sumar og fluttum út í sveit. En núna þurfum við að flytja aftur og hvað þá? Við fundum flott hús í Amsterdam sem verður skoðað á morgun. Leigan er reyndar 1000 evrur með öllu á mánuði og við getum fengið það í 2 mánuði. Verðið er frábært miðað við húsið og staðsetningu. Við reynum að horfa fram hjá núverandi stöðu krónunar og miða þetta við markaðinn hér og þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Hvernig við höfum efni á þessu verður að koma í ljós síðar.

Peningaleg barátta er á fleiri sviðum, en við eigum í samskiptum við LÍN uppá námslánin. Það vill svo til að við erum bæði í 60 ects námi sem þýðir að námslánin eiga að dekka 9 mánuði, þeir kláruðust í maí. Svo vel vildi til að ég fékk vinnu í sumar sem brúaði það bil en já framhaldið! Við vonum að ná að klára námið án þess að stofna til alltof mikilla skulda. Allavega erum við góð næstu tvo mánuði.

Ég las í síðustu útgáfu TIME að bandarískur háskólanemi óskaði eftir gjöfum í háskólasjóðinn sinn. Hann sendi á fjölda fólks og bað það um að styrkja sig um 1-10 dollara en jafnframt var fólki frjálst að styrkja hann með stærri framlögum. Kannski er þetta eitthvað sem maður ætti að gera, verst er að maður þyrfti að borga skatt af öllu saman. 

Lífið er sem sagt gott hér í Hollandi þrátt fyrir stöðu íslensku krónunnar! 


Vaknaði með köttinn...

Það var eitthvað óvenju mjúkt og hárugt sem lá efst á koddanum mínum í nótt. Kötturinn hafði greinilega ekki fengið þá athygli sem hann óskaði svo að hann kom bara og lagðist við hausinn á mér. verst var að ég var steinsofandi og vaknaði við eitthvað stórskrítið og hrópaði uppfyrir mig þegar ég fann þetta strjúkast við andlitið. Sem betur fer náði ég að sannfæra Álfheiði um að fara út með köttinn í nótt (enda er ég kominn á fætur en ekki hún). 

Já nú á að taka á honum stóra og vinna markvisst að lokaverkefninu! 


hlutirnir byrjaðir að rúlla á nýan leik

Lokaverkefnið komst loksins á skrið á nýan leik í gær, átti gott viðtal við leiðbeinandan og er núna að skoða möguleika með áframhaldið. Ef allt gengur að óskum að þá klárast þetta í desember! 

Ég var sem sagt á ferð og flugi í gær og hitti fjölda manns. Fór í skólann, hitti nokkra grikki og enduðum daginn á afmælisveislu hjá Wim. Hollensk afmæli eru mjög sérstök...í stuttu máli að þá fengum við kökusneiðina.

Ég er núna að hafa mig í að byrja að leita að efni fyrir ritgerðina. Á morgun er stefnan sett á Rotterdam að horfa á skrúðgöngu og hitta Ingu og Unnstein. Önnur ferðalög eru ekki á dagskrá næsta mánuðinn, ótrúlegt en satt.  


Áslaug sagði klukk

Fjórir störf sem ég hef unnið á um ævina
Fræðslustjóri skáta - það var ekkert hægt að fræða lýðinn
Flokkstjóri í vinnuskólanum
Ræstingar í Öskjuhlíðarskóla - skúra skrúbba bóna
Starfsmaður á leikskóla

Fjórar bíómyndir Kvikmyndir sem ég held mest uppá  
Blues brothers - sígild með frábærri tónlist
Commitments - góð tónlist
James bond - góður 
A fish called wanda

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Kópavogur
Bærum í Noregi
Kópavogur
Leiden í Hollandi

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar við
Friends - út af því að ég er að horfa á það núna
Law and order - svona af því ég hef séð allar syrpurnar tvisvar í síðasta árið
Næturvaktin - fyrsti almennilegi íslenski þátturinn
Boston legal - svona af því að þeir eru alltaf að ögra manni

Fjórir staðir sem ég hef í fríum
Burg Rieneck
Eyjan Hvar í Króatíu
Nottingham
Prag

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
mbl.is
vb.is
eyjan.is
visir.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns
Lambakjöt
Nautakjöt
kjúklingur
Svínakjöt

Fjórar bækur sem ég hef lesið "oft"
Námsbækur
Greinar eftir mis góða höfunda
Napóleonsskjölin
UnDutchables

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Álfheiður
Jón Grétar
Hjalti
Fríður Finna

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna
Heima er bezt
Njóta lífsins í Króatíu
Heimsókn hjá góðum vinum
Í faðmi fjölskyldunnar 

 


að þreyja þorrann

Ástandið í heiminum er frekar skrýtið í dag og ekki nóg með það heldur hefur íslenska krónan verið í sögulegu lágmarki undanfarna 6 mánuði. Maður hélt það að þegar evran fór í 110 krónur að þá væri þetta orðið ágætt en núna er hún í 130 krónum. Maður reynir sitt besta að sníða stakk eftir vexti en allt kemur fyrir ekki það hækkar og hækkar. 

Ég bý það vel að eiga íbúð á íslandi, eða er það svo? Lánið ríkur upp sökum verðtryggingar og afborgunin hefur hækkað um 6 þúsund krónur á einu ári. Fasteignagjöld hækka líka því "verðmæti" íbúðarinnar hefur hækkað svo...hmm...ég á alveg jafn fáar krónur í vasanum.  

Hvað getur maður gert? Á ísland að taka upp evru, ganga í evrópusambandið? hvað kemur mér til bjargar? Fátt þessa stundina og sennilega það eina sem hægt er að gera er að halda áfram að að þreyja þorrann og vona hið besta!

Fátækur námsmaður í Hollandi! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband