Leita í fréttum mbl.is

Að herða sultarólina

Líf námsmanna hefur sjaldan verið dans á rósum. En ég verð að taka undir hjá þeim tveim um að allar áætlanir séu horfnar út í buskan. Ég gerði mínar áætlanir fyrir ári síðan en síðasta vor var svo komið að ég varð að fara heim og vinna mér inn peninga til að geta klárað námið! Afleiðingin af því er svo að ég verð lengur í námi þar sem ég missti þrjá mánuði úr í sumar. 

Maður lifir fyrir hvern dag og reyndir að spara eins mikið við sig og hægt er. En þetta er eiginlega hætt að vera fyndið þegar á tveimur mánuðum hefur krónan farið úr ca 120 kalli í yfir 150 kalli gangvart evrunni. Vonandi er botninum náð svo að maður geti klárað þetta skammarlaust!  


mbl.is Allar forsendur brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Þetta er hrikalegt ástand. Þegar ég kom hingað til Írlands var krónan um 70 krónur en er að nálgast 160 krónur núna. Námslánin verða nú enn þyngri baggi en maður bjóst við. Ég býst fastlega við því að verða annað hvort hér eða á meginlandinu nokkuð eftir útskrift.

Jón Grétar Sigurjónsson, 4.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband