Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Frelsi í sölu á áfengi

Fyrir alþingi liggur frumvarp um afnám ríkisins á sölu á áfengi. Ég hef sagt það fyrr á þessu bloggi að mér finnst það löngu tímabært þar sem það er ekki hlutverk ríkisins að standa í smásölu.

Umræðan um þessa hluti er hins vegar á miklum villigötum og í formi upphrópana og fullyrðinga sem standast ekki nánari skoðun. Nýjasta dæmið er leiðari Morgunblaðisins í gær þar sem því er haldið fram að við séum að færa freistingarnar of nálægt ölkunum. Ef fólk ætlar að ræða hlutina á þessum nótunum að þá er spurning hvort ekki eigi að banna sælgæti þar sem það stuðlar að offitu...

Á síðustu 10 árum hefur vínbúðum ÁTVR fjölgað gífurlega og opnunartími lengst. Í mínu ágæta bæjarfélagi Kópavogi kom einmitt fyrsta vínbúðin árið '97 að mig minnir. Ef við tökum þá röksemd gilda að áfengisvandi muni aukast með bættu aðgengi því hefur hann þá ekki aukist á síðustu 10 árum? ég bara spyr.

Hjá öðrum þjóðum gengur þetta ágætlega að selja vínið með öðrum drykkjarvörum í búðum. Ég er þessa dagana við nám í Hollanda þar sem það er gert og ekki hefur það gert mig að alka. Þessi umræða minnir mig á umræðu sem átti sér stað fyrir 20 árum þegar bjórinn var leyfður á íslandi. Bjórinn átti nú að leiða okkur til glötunar, en hvað hefur gerst - það er að minnast menning í kringum áfengi og drykkja (að mínu mati) hefur batnað.

Ræðum hlutina eins og þeir eru og forðumst að vera með upphrópanir og fullyðringar sem ekki standanst nánari skoðun.


Vika eftir af fyrstu önninni

Jæja þá er rúm vika eftir af fyrstu önninni. Skila hópverkefni á fimmtudaginn, lokaritgerð næsta mánudag og fer í próf á miðvikudaginn í næstu viku. Þar með líkur fyrstu önninni minni í VU. Já tíminn líður hratt því eingungis eru liðinir tveir mánuðir síðan við fluttum til Hollands. Námið stendur vel undir væntingum og það eru gerðar mjög miklar kröfur til manns. Alltaf þegar ég var búinn að gera plön um hvernig ég ætlaði að haga minni vinnu að þá kom nýtt verkefni í ljós sem þurfti að vinna, þannig eru kennararnir að reyna að sýna fram á raunveruleikan á vinnustaðnum þar sem að ný verkefni líta stöðugt dagsins ljós. okkur hefur verið ögrað til að gagnrýna kenningar og annað sem að maður lærði að væri "nánast heilagur sannleikur" í Bsc náminu heima. Ég er að skrifa t.d. ritgerð núna sem á að vera á tungutaki sem allir skilja, sem þýðir að maður þarf að hugsa upp á nýtt uppbyggingu og annað í ritgerð. Allt er leyfilegt en samt ekki.

Ég býð mjög spenntur eftir að sjá hvernig næsta önn verður. Held að við fáum að fara í stjórnendatölvuleik þar sem taka þarf ákvarðanir sem eru nálægt raunveruleikanum. Gaman að sjá hvernig það kemur allt út. Það er útlit fyrir að það verði ekki jólapróf, hef ekki séð kennsluáætlun ennþá en ef það er rétt að þá ætti ég að vera búinn í skólanum um miðjan desember.

Ferðalög eru framundan hjá mér. Fer til Dublin 8-11 nóv og Kandrsteg í lok nóvember. Bæði skátadæmi. Síðan var Fríður að biðja mig um að fara til Barselona um miðjan desember, veit ekki alveg með það, er að hugsa málið.

Já það rétt að taka það fram að við höfum ákveðið að vera í Hollanda yfir jólin og förum svo til Rieneck í Þýskalandi yfir áramótin. Það verður örugglega mjög sérstakt að vera fjarri öllum yfir hátíðarnar en að vissuleyti gefur það kost á nýjum siðum og venjum.


Ef lífið hefði verið svona einfallt fyrir 10 árum

Í dag getur þú setið fyrir framan tölvuna og gert nánast hvað sem er, talað við fólk um allan heim og iPodinn er tengdur við græjurnar með tónlist á sem þú náðir í áðan á netinu. Þú ert með "webcam" sem fylgist með því að starfsfólkið í verksmiðjunni þinni í Kuala Lumpur er að vinna vinnuna sína og getur með einum takk ákveðið að ráða eða reka fólk. (ekki það að ég sé með fólk í vinnu, sett fram til að leggja áherslu á mál mitt).

Ég hef sem sagt verið síðustu daga að vinna að lokaritgerð í öðrum áfanganum sem ég er að taka. Í vinnu minni við þessa ritgerð hef ég fundið ótal fræðigreinar, framkvæmd rannsókn og haldið úti sérstöku bloggi til að auðvelda vinnuna. Spurningin er hvernig getum við metið réttar upplýsingar frá röngum? Það er líka alltaf áhættan á of miklum upplýsingum sem koma í veg fyrir að þú finnir það sem þú ert að leyta að.

Fyrir 10 árum vann ég hjá Ingó bróður mínum í Noregi. Í þá daga hafði ég ekki netið og gsm símar voru á mörkum þess að vera almenningseign. Einu upplýsingarnar sem maður fékk voru fréttir í blöðum og sjónvarpi og einstaka símtal heim. Ég átti ekki iPod heldur bara þennan frábæra ferðageislaspilara og staflana af gleisladiskum. Lífið var einfallt en það að fá upplýsingar mun erfiðara í þá daga.

Þetta leiðir mig að kveikjunni að þessum pósti. Ég er sem sagt að skrifa um stjórnun og það sem ég hef meðal annars komist að er að hlutverk stjórnenda er að fylgjast með umhverfinu (fyrirtækja) og miðla upplýsingum til annara í fyrirtækinu til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum. Stjórnendur þurfa að vera sveigjanlegir til að mæta stöðugt brettu umhverfi. Í dag er þetta mun einfaldara heldur en það var fyrir 10 árum. 

Að lokum að þá er hér teiknimynd sem ég fann á netinu og tekur vel saman þær fjölda kenninga sem settar hafa verið fram um stjórnun í gengum árin.

nz364
 


það er nú vit í þessu

Nú bý ég í Hollandi þar sem þú getur keypt áfengi allan sólarhringinn. Hér sé ég samt ekki verri drykkjarmenningu heldur en á íslandi. Ég held að ég geti fullyrt að þær þjóðir sem drekka einna verst áfengi séu íslendingar og norðmenn en þær eru samt með þó nokkur höft á sölu á þessum veigum og mikil og há gjöld.

Ég fagna þessu framtaki Sigurðar Kára og vona að núna loksins nái þetta fram að ganga.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námsmannalíf og LÍN

Eins og flestir námsmenn að þá er ég á námslánum. Þess er vandlega gætt af LÍN að þú fáir nú ekki of mikið í lán og núna fyrsta misserið að þá eru þau að sjálfsögðu skert um 12% út af því að ég kem beint af vinnumarkaði og fer í nám og ekki nóg með það heldur þurfti ég að borga af gömlu lánunum 1 september. Lánið sem ég fæ núna er um 800 evrur á mánuði sem er undir lágmarkslaunum!!! Það vill svo til að ég er að taka út sumarfrí ennþá úr vinnunni minni þannig að ég held launum út þennan mánuð og get þess vegna nokkuð sáttur við unað.

En hvernig förum við að þessu?

1. Matur
Það vill svo til að matur kostar ca helming hér í Hollandi á við það sem hann kostar á Íslandi. Þannig að maður getur borðað vel og jafnvel leyft sér að fara og kaupa sér pizzur á veitingastað fyrir 6 evrur eða kebab fyrir 2,5 evrur einstaka sinnum. Ef ég er í skólanum að þá getur maður fengið súpu og brauð fyrir 1,55 evrur. Svo þetta sleppur nokkuð vel hjá okkur. Maður getur nú líka leyft sér að fá sér bjór eða vín þar sem það kostar minna heldur en að kaupa sér gos. Annars er vatnið alltaf frítt.

2. Leiga
Já þetta er dýrasti parturinn. Við erum að leigja fyrir 995 evrur á mánuði. Mjög góð íbúð og allt innifalið þannig að maður þarf ekki að hugsa út í rafmagnsnotkun eða slíkt.

3. Ferðakostnaður
Já ég þarf að taka lestina í skólan. Keypti mér afsláttarkort á 55 evrur og fæ þess vegna 40% afslátt af ferðum eftir kl. 9 á morgnana. Þá kostar ferðin fram og til baka 7,20 evrur í staðinn fyrir 13 evrur fullt verð. En ef ég þarf að fara fyrir klukkan 9 að þá borga ég 6,5 evrur fyrir aðra leiðina.

4. Hjól
Það er nauðsynlegt að eiga gamalt hjól í Hollandi. Mitt er með þremur gírum og í fínu standi. Hjólið mitt kostaði 120 evrur og svo þarf maður að sjálfsögðu að kaupa lás og WD40 til að halda því í standi.

5. Internetið
Að sjálfsögðu þarf maður net heima hjá sér til þess að þurfa ekki alltaf að vera að fara í skólann eða eitthvað annað til að komast í samband við umheiminn. Auk þess fer talsvert af kennslunni fram í gegnum netið. Þetta kostar okkur 15 evrur á mánuði.

Samantekt:
Matur ca 125 evrur á mánuði
Leiga 498 evrur á mánuði
Netið 7 evrur á mánuði
Hjól og fleira er 10evrur á mánuði
Skólinn ca 150 evrur á mánuði
Ferðakostnaður 130 evrur á mánuði

samtals: 918 evrur á mánuði. (helmingaði þar sem Álfheiður fær líka lán)

Sem sagt ég eyði 118 evrur meira á mánuði heldur en ég fæ frá LíN. Fyrir utan að ég er örugglega að gleyma einhverju. Full námslán eru 1088 Evrur (að mig minnir) þannig að það má ekki mikið út af bregða.

Svo getur einhver sagt mér hvernig maður eigi að fara að þessu? Af hverju fær maður ekki hærri námslán, maður þarf hvort eð er að borga þetta til baka?


Af kvikmyndagerð minni

Já það er best að leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála hér. Ég er búinn að vera að bisast við það síðustu daga að taka upp 5 mín myndband af raunveruleikanum í viðskiptalífinu í Amsterdam. Fyrst var ég í vandræðum með að fá lánaða vídeó vél en það reddaðist loksins í gær og ég fór að taka upp. Nema hvað að enginn vildi veita mér viðtal svo þetta var nú bara ganga til einskins. Ég var nú kominn með nokkrar mínútur af efni og ákvað að þetta yrði að duga og ég myndi búa til eitthvað úr þessu. Þá hófst næsta ævintýri hvernig nær maður efninu af vélinni inní tölvuna. Á nýju fínu tölvunni minni er sem sagt ekki neitt tengi sem passar við þessa vídeó vél. Þá voru góð ráð dýr, prófaði allar tölvur í skólanum athugaði með að komast að í media centre en það var ekki hægt fyrr en á fimmtudag svo ég endaði heima með vélina. Álfheiður bjargaði málinu með að hringja í eina af grísku stelpunum sem var með tölvu með réttu tengi svo að efnið komst til skila!!!

 Myndbandsgerðin
Já þá tók dagurinn í dag við að setja saman þetta stutta myndband. Ég er sem sagt búinn að vera að því núna í fimm klukkutíma að setja þetta saman. Núna er svo komið að ég er að reyna að ná því út úr þessu bévítans forriti svo að ég geti birt myndbandið fyrir klukkan fimm (40 mín eftir). Ef það tekst að þá skal ég lofa því að birta þetta hér á síðunni, gæðin eru ekkert svakalega og það er nú sennilega hundleiðinlegt að horfa því ég klippti svo lítið.

 ég bíð spenntur...


Ótrúlegustu vandamál sem koma upp

Nú er farið að síga á seinni hluta fyrstu annar hjá mér. Verkefinn hlaðast upp og maður reynir að sjá fram úr þessu öllu. Var að vinna eitt verkefni áðan um samstarf Google og AOL, nokkuð skemmtilegt.

En vandamálið sem ég er að glíma við núna er verkefni sem ég á að skila á miðvikudaginn. Ég á að gera 5 mínútna stuttmynd um raunveruleika í fyrirtæki. Hvernig dagur á skrifstofunni er (bannað að nota leikið efni) og ég verða að sýna fram á fjölbreytilega og að mikið getur gerst á einum degi. Þetta er svo sem gerlegt en vandamálið er að ég á ekki video vél svo það er vandamálið. Ég er kominn með hugmynd hvernig þetta verður framkvæmt en án aðal hjálpartækisins að þá er þetta frekar erfitt.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir að lausnum?


Myndir af Leiden festivalinu

Var að ljúka við að setja inn myndir af hátíðarhöldum vikunnar í Leiden: http://public.fotki.com/joningvar/leiden-festival 

Hin súra lykt Hollands

Það er eitt sérstakt þegar þú gengur um götur borga Hollands að stundum finnur þú frekar súra lykt. Þetta á sérstaklega við þegar þú gengur fram hjá svokölluðu "coffeeshops". Megin ástæðan fyrir þessari lykt er að sjálfsögðu að hassreykingar eru leyfðar í Hollandi, reyndar held ég að þær eigi að fara fram á þessu svokölluðu kaffistofum en gjarnan sér maður einhvern með eina feita jónu í hendi.

Samkvæmt því sem ég hef heyrt að þá vísa rannsóknir til þess að misnotkun eiturlyfja sé ekki meira vandamál í Hollandi en í öðrum löndum. Ég hef ekki neitt frekar um það enda ekki tilgangur með þessum pósti.

Tilgangurinn er að vekja athygli á þessari súru, frekar vondu lykt. Ég hreinlega skil bara ekki hvernig menn geta staðið í þessu, svona út frá lyktarlegusjónarmiði. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér þessa dagana en þegar maður stendur og hlustar á tónleika og upp kemur þessi svaka súra lykt Hollands. Þá held ég nú að það sé betra að hafa þetta bannað og fólk reyki bara heima hjá sér, þá fæ ég allavega að vera í friði :-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband