Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Á leiðinni til Amsterdam

Jæja þá er komið að því, bloggið opnað á ný eftir mánaðafjarrveru. Maður verður víst að blogga af nýjum ævintýrum í Hollandi.

Ferðalagið hófst snemma í morgun og núna sitjum við á Saga lounge í kef að bíða eftir brottför, klukkutími til stefnu.

Það var mikið fjör í gær að klára að þrífa íbúðina, pakka geymsluna og skila öllu af okkur og kveðja liðið, við náðum því miður ekki að hitta alla en við sjáum ykkur fljótlega í Hollandi :-)


Jamboree eftir 8 daga

Það styttist óðum í stóru ferðina á Jamboree eða alheimsmót skáta. Ég ásamt um 430 öðrum skátum held af stað á föstudaginn í næstu viku. Þetta verður svakalegt ævintýri í 10 daga en ég kem heim aftur 9. ágúst.

Já ég er kominn með hlutverk á mótinu. Ég mun verða yfir fjölmiðlatengslum fyrir íslenska hópinn ásamt því að sjá um íslenska starfsmenn á mótinu í samvinnu við aðra. Mikið verk fyrir höndum þar.

En ætli ég þurfi ekki að fara að verða duglegri að blogga. Set inn myndir fljótlega af nýju íbúðinni í Hollandi. Flyt víst þangað eftir réttan mánuð.


Góð veisla um síðustu helgi

Um síðustu helgi héldu foreldrar mínir uppá sameiginlegt sextugs afmælið sitt. Ég tók að mér veislustjórn í afmælinu og sá þar með um að stjórna skipulaginu. Við ruddum út úr bílskúrnum og settum stærðareinartjald þar fyrir framan. Bókuðum frægasta dixieband bæjarins í bland við heima gerð skemmtiatriði. Þetta tókst alveg ljómandi vel upp þrátt fyrir að ég segi sjálfur frá.

Framundan er einnig mjög góð helgi sem verður gerð skil seinna meir Grin


World Scout Jamboree

Í júlí er ég að fara að taka þátt í alheimsmóti skáta. Þar mæta 40000 skátar frá nánast öllum löndum heimsins, ekki amalegt það.  Frá íslandi eru að fara 430 manna hópur svo ég verð þarna í góðum félagsskap. Meðal verkefna sem ég verða að sinna er alþjóðaþorpið þar sem hver þjóð er að kynna hvað gerir þær einstakar. Fann þetta myndaband á youtube sem lýsir þessu ágætlega:

 


Lélegi bloggarinn

Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu vikur að ég hef ekkert mátt vera að því að blogga. En við getum hugsanlega bætt úr þessu núna. Var nefnilega að fjárfesta í splunkunýrri fartölvu fyrir næsta vetur.

Það er helst að frétt að við erum bæði kominn inn í skóla í Hollandi, ég í Amsterdam og Álfheiður í Leiden. Núna erum við á fullu að leita að húsnæði og ganga frá lausum endum. Þetta virðist allt vera á nokkuð góðu róli. Við ákváðum að athuga með frjálsa leigumarkaðinn og sleppa íbúð sem skólinn bauð uppá, erum sennilega orðin of góðu vön. Leigan er að vísu svipuð og hún er hér á íslandi en það ætti að sleppa. Það kostar víst ekkert að lifa þarna úti.

Annars er sumarið víst byrjað. Nokkuð hlítt og ég er farinn að stunda sund að lágmarki einu sinni í viku. Ákvað að það væri ekkert vit í að setja sér óraunhæf markmið í þessum málum. Maður þarf víst að koma sér í eitthvað form áður en hjólreiðarnar hefjast í Hollandi!

Öndin er að vakna til lífsins á nýjan leik. Við erum að spila í afmæli hjá Mömmu og Pabba um næstu helgi. Svo á þjóðhátíðardaginn og í brúðkaupi hjá Guðrún Ásu og Gumma. Nóg að gera þennan mánuðinn. Við erum síðan byrjaðir að undirbúa stærstu tónleika ársins á menningarnótt. Lítur allt mjög vel út.


Ég er á leiðinni til Amsterdam

Hér með er það opinbert að ég er á leiðinni í mastersnám í viðskiptafræði í  Vrije Universitet í Amsterdam. Við erum búinn að kaupa flug út þann 23 ágúst nk. og námið tekur 12 mánuði. Álfheiður er enn að bíða eftir svari, vonandi skýrist það í næstu viku.

Já ég er búinn að vera upptekinn síðasta mánuðinn. Ég er ný kominn heim af Evrópuþingi skáta í Portoroz í Slóveníu og af IMWe Team fundi í Rieneck i Þýskalandi. Mun halda mig á landinu næstu tvo mánuði.


Frábærir páskar á IMWe í Þýskalandi

Ég kom heim í gær eftir 12 daga dvöl í Þýskalandi. Ég var einn af skipuleggjendum skátaviðburðar er nefnist IMWe og er haldin í skátakastala í Rieneck í Þýskalandi. Fyrir þá sem ekki þekkja það að þá er þetta skapandi vika með tónlist, myndlist, leiklist og gerð muna úr tré osfrv. Þemað í ár var Sherlock Holmes Murderd? og lék ég eitt aðalhlutverkið Dr. Watsson.

Vikan heppnaðist frábærlega og þrátt fyrir kvefpest og lítinn svefn að þá kom maður ánægður heim. Myndir og frásagnir eru væntanlegar á www.imwe.net


Coke zero

Það er fáránlega mikið fjallað um nýjasta drykk coke cola þessa dagana. Coke Zero er einhver sá versti drykkur sem ég hef bragðað, svona til að þú lesandi góður sért með það á hreinu. En já það sem landsmenn hafa verið að segja er að auglýsingar séu frekar karlægar og að við ættum að sniðganga vörur þess ágæta fyrirtækis Vífilfells.

Jáhá...segi ég nú bara. Þessar auglýsingar hafa svo sem ekkert farið fyrir brjóstið á mér, frekar en coke light auglýsingar sem nb. er hægt að segja að séu frekar kvennlægar. Er ekki vífilfell að ná fram markmiðum sýnum með þessari herferð með öllum þessum skrifum. Við Íslendingar verðum nú náttúrulega að prófa drykkinn til að geta tekið þátt í umræðunni.

Ég segi nú bara hættið að tala um þetta og þá dettur þessi umræða upp fyrir.


Góð helgi að baki

Ég var mjög ánægður með afrakstur síðustu helgar. Á föstudagskvöldið komu málsmetandi menn í heimsókn og við ræddum um daginn og veginn, fundum lausn á heimsmálunum. Á laugardaginn vorum við svo með árshátíð í lúðrasveitinni svan. Þemað á árshátíðinni var milli stríðsárin og ég mætti að sjálfsögðu í viðeigandi dressi. Gærdagurinn fór svo í tiltekt og svoleiðis. Það er hægt að sjá myndir á myndasíðunni minni.

Jæja æfing framundan best að hafa sig til...


Það er dálítið magnað...

Ég starfa fyrir stærstu æskulýðshreyfingu í heimi, skátahreyfinguna. Í henni eru um 38 milljónir félaga í nánast öllum löndum heimsins. Við störfum öll undir einu heiti og stefnum að því að búa til betri heim, göfugt ekki satt? Þetta eru jú ákveðin forréttindi. Í næstu viku munum við halda skátaþing þar sem lögð er fram tillaga að nýrri skátadagskrá. Þessa tillögu hef ég unnið að síðustu tvö ár með hópi skáta. Með endurskoðun á dagskránni viljum við stuðla að bættu skátastarfi og vera viss um að við séum að mæta þörfum barna og ungmenna og því að við séum örugglega að ná markmiðum hreyfingarinnar um að skapa sjálfstæðan, ábyrgan, virkan og hjálpasaman einstakling. Ég er sannfærður að með þessum tillögum erum við að ná því. Tillögurnar er hægt að skoða í heild sinni á www.skatar.is.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband