Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Það snjóar

Ef þið hafið ekki tekið eftir því að þá snjóar á höfuðborgarsvæðinu. Ég segi nú bara að það var kominn tími til, maður getur þá tekið til við einu líkamsræktina sem maður stundar "að moka snjó". Ég er nú nokkuð ánægður með snjóinn, lífgar uppá allt saman. Það er bjartara úti og kaffistofuspjallið verður fjörugara. Allir hressir og kátir eða er það ekki? Maður getur spjallað um það að maður var þremur mínútum lengur í vinnuna, svo þurfti maður að vaða snjó út af því að enginn var búinn að moka og svo getur maður skipulagt fjallaferð til að kanna snjóalög. Nokkuð sniðugt er það ekki bara.

Í gær upplifði ég frekar leiðinlega sjónvarpsdagskrá, komst í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi en gafst svo upp úr því allir fóru að hljóma eins. Kannski varð það bara til góðs að ég tók mér þá tíma og bjó til þetta blogg!


Fluttur á mogga bloggið

Eftir fjögur eða fimm ár á blogspot hef ég ákveðið að flytja mig yfir á Moggabloggið. Ég verð nú að játa að þetta var erfið ákvörðun en mín fyrstu viðbrögð eru að þetta lofar góðu. Ætli ég þurfi þá ekki að taka til við að blogga á nýjan leik eftir frekar dapurt ár í þeim efnum. Betra að lofa sem minnstu í þeim efnum samt sem áður.

Mikið er nú þessi British top model þáttur leiðinlegur í sjónvarpinu. Það hlítur allavega að vera sönnun fyrir því að ég finn mig knúinn til að stofna til nýrrar blogsíðu, spáið í því.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband