Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bad orb

Við áttum frábæra helgi á Lúðrasveitamóti í Bad Orb í Þýskalandi. Við mættum snemma morguns út á Schiphol flugvöll en 15 fyrir brottför var flugið okkar fellt niður. Það kom þó ekki af sök þar sem næsta flug var klukkutíma seinna og við komumst með því. Restin af liðinu kom svo saman í Frankfurt og voru það góðir endurfundir.

Bad Orb hófst svo með hefðbundinni spilamennsku á Karrners. Alla helgina var spilað og spilað og spilað.  Í stuttu máli mikið stuð og öll klósett sluppu vel. Við látum það liggja á milli hluta að greina frá öllum smáatriðum en hér eru nokkrar myndir...

080913_badorb 017080913_badorb 031080913_badorb 194


við fengum heitt vatn í gær

Loksins loksins tókst að koma heitavatnskerfinu í lag hér hjá okkur. Sturtan var góð í gær! ótrúlegt hvað maður verður háður þessu heita vatni.

í gær var ótrúlega gott veður en ég tók daginn snemma og fór í skólann þar sem unnið var fram eftir degi. Fórum svo á kaffihús seinnipartinn til að njóta góða veðursins en alveg ljóst að sumarið hefur ekki verið sérstakt hér í Hollandi og haustið lofar engu sérstöku.

Á morgun verður svo haldið til Bad Orb á lúðrasveitamót með Svaninum. Svaka stuð að vanda og ég er meira að segja búin að æfa mig pínulítið.


Heitt vatn

Sá í fréttum að Reykvíkingar eiga við sama vandamál að stríða og ég þessa stundina, ekkert heitt vatn. Heita vatns kerfið dó hér í gær og það hefur ekki tekist að koma því í lag á nýjan leik. Hér í hollandi er þetta þannig að gas er notað til að hita upp sírennslisvatn með öðrum örðum það er ekki beint heitavatnsdúnkur heldur er það hitað jafn óðum og þess gerist þörf. Vona að þetta komist í lag í dag svo ég verði ekki eins og útigangshross!

Í dag er nóg að gera. Þarf að vinna greiningu á mögulegum leiðum fyrir lokaverkefnið mitt, ljúka við annað mál (sem gæti orðið stór mál) og æfa mig fyrir Bad Orb sem er eftir örfá daga :-) Fékk nefnilega nótur í dag svo að engar afsakanir teknar gildar lengur fyrir að spila ekki!


Róglegheit

Þessi vika hefur verið rólegheitavika. Búin að vera að biða eftir svörum út af lokaverkefninu en í næstu viku geri ég ráð fyrir að funda með leiðbeinandanum og ákveða með framhaldið. Sjáum til ég reyni til þrautar.

Annars hef ég notað tíman til að ljúka skýrslu um landsmótið og hjálpaði Hjalta að flytja í gær. Annars þarf maður að fara undirbúa Bad Orb eftir viku og æfa skalana eins vel og maður getur.

Þessi færsla er sem sagt um ekki neitt...hmm..jú Rólegheit...


Austurríki

Við komum heim seint í gærkvöldi eftir 12 tíma keyrslu frá Tulln í Austurríki. Gekk bara vonum framar að keyra þessa leið en við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni.

Tilgangur ferðarinnar var brúðkaup hjá Steffi og Wurzel sem haldið var í Burg Plankenstein. Frábært brúðkaup í flottum kastala. Við skemmtum okkur mjög vel. Brúðkaupsgestir voru hvattir til að mæta í einhverskonar búningum en hér að neðan eru brúðhjónin í sínum klæðum og brúðurinn hannaði sinn kjól sjálf.

080901_austria 065

Ferðalagið hófst á fimmtudaginn en þá keyrðum við til Erlangen þar sem við gistum um nóttina og keyrðum svo rest á föstudag með stuttu stoppi í Linz. Brúðkaupið var á laugardaginn og á sunnudaginn var farið til Tulln þar sem flestir þessir Austurríkismenn eru frá.

 Setti fullt af myndum á http://public.fotki.is/joningvar/2008

080901_austria 145


Mánuður í myndum

Eins og fyrr sagði hefur margt gengið á þennan mánuðinn. Ég setti helling af myndum inná myndasíðuna en hér gefur að líta nokkrar:

 Christoph og EniköJón Ingvar og Christoph

 

 

 

 

 

 

08agust 036 08agust 047

 

 

 

 

 

 

 

 

 

08agust 108 08agust 111

 

 

 

 Álfheiður

 


Gestagangur

Það var gestagangur hér hjá okkur um helgina en þær Snæfríður og Halldóra hófu Interrailferðalagið sitt með því að heimsækja okkur hér í kotið. Þær fengu að sjálfsögðu hefðbundna skoðunartúra um Amsterdam, Leiden og Rotterdam (sem kom sterkt inn að þessu sinni). Að auki var farið í matarboð hjá Grikkjum í gær, mikið stuð allt saman. Núna sitjum við tvö ein eftir og vitum ekkert í hvort fótin við eigum að stíga.

Næsta á dagskrá er brúðkaup í Austurríki um næstu helgi. Fáum bíl á fimmtudaginn og stefnan er að keyra eitthvað áleiðis inní Þýskaland og svo alla leið á föstudaginn. Erum með bílinn alveg fram á þriðjudag...spurning hvað við gerum meira.


helst í fréttum

Það er helst í fréttum að ég átti góða helgi í Noregi. En ferlega er dýrt að fara þangað, ekki það að flugið hafi kostað mikið heldur allt annað. Ég fór á kaffihús og keypti bjór í flösku fyrir 1000 kr íslenskar úff sviti sviti...En uppúr stóð að brúðkaupið gekk mjög vel og veðrið var frábært. Skrýtið reyndar hvað norðmönnum finnst gaman að tala í brúðkaupum, ég gafst allavega upp að reyna að skilja eftir ræðu nr. 2 en í heildina held ég að þær hafi verið 10 á norsku og 2 á íslensku.

Um aðra helgi verður haldið í næsta brúðkaup og búið er að ganga frá leigu á bíl til að komast í það ferðalag. Spurning hvort það verði stoppað einhverstaðar á leiðinni enda á ég vina á mörgum stöðum sem...

Annað sem gerðist í síðustu viku er að íbúðin okkar í Furugrund er laus 1. okt. Okkur vantar leigjanda í svona 1-3 mánuði en erum til að skoða öll tilboð ;-)

Á fimmtudaginn eigum við von á góðum gestum sem verða fram yfir helgi, Álfheiður á afmæli á morgun og ég er að skipuleggja einhverja vitleysu fyrir hana...já og svo þarf maður víst að sinna skólanum eitthvað fljótlega...allt að gerast!


farinn til noregs

Jæja þá er allt klárt og við förum að leggja af stað til Noregs. Í kvöld munum við dvelja í Osló hjá Jostein, Mads og Oooole. Morgun kíkjum við á Jazzhátíð í osló og svo haldið til Drammen (eða rétt hjá) þar sem brúðkaup hjá Lindu og Jan André fer fram. Nánari frásögn af ferðinni kemur síðar.

Kötturinn er kominn með umsjónarmann yfir helgina þannig að allt er til reiðu.


hjólinu "næstum" stolið

Við skelltum okkur í bíó í gær sem er svo sem ekki frásögum færandi. Fórum hjólandi að sjálfsögðu og lögðum hjólinu fyrir framan bíóið eins og vera ber. Að Hollenskum sið að þá læsti ég að sjálfsögðu hjólinu með tveimur lásum. Já ekkert mál fórum í bíó en þegar út er komið að þá skil ég ekkert í því að ég finn ekki hjólið mitt, horfi vel yfir þar til Álfheiður segir, það er þarna. Það var sem sagt búið að fjarlægja annan lásinn af hjólinu og ég mjög heppinn að þvi heufr ekki verið stolið.

Lærdómurinn er að læsa alltaf með tveimur lásum og vona hið besta...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband