Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti skóladagurinn

Ég fór í fyrsta tímann í gær, management studies. Ég mætti tímanlega því ég átti eftir að kaupa bók og skila af mér nokkrum skjölum á skrifstofuna. Það veitti ekki af þessum tveimur tímum sem ég hafði til þess, rétt meikaði það í tíman á réttum tíma!

Fyrsti tíminn minn fjallaði um stjórnun eða management studies. Það er nú nokkuð skondið frá því að segja að það er ekkert próf í þessu fagi heldur á maður að velja sér spurningu og reyna að svara því afhverju stjórnun er mikilvæg. Það eiga hreinlega allir að geta skilið hvað þetta gengur út á eftir að hafa lesið 15-20 blaðsíðna ritgerð um þetta, allavega út á það gengur þetta verkefni. En síðan þarf maður reyndar að halda úti bloggi um vinnuna og taka þátt í fjórum "áskorunum" til að klára áfangan um miðjan október.

Ef þú lesandi góður ert orðin gersamlega týndur í þessum skrifum að þá finnst mér það ekki skrítið. Mér lýst nokkuð vel á þessa nálgun og held að þetta muni eiga mjög vel við mig. Þeir tala allavega mikið um að við verðum að geta útskýrt það sem við erum að gera á einfaldan og góðan hátt.

Ég var mjög ánægður með þennan tíma og framhaldið lofar góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel. Kveðjur til Álfheiðar!

Anna Ey (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband