15.9.2007 | 14:34
Sól í Leiden
Sólin skín í Leiden í dag og við skunduðum áðan í "picknikk", kíktum á markaðinn og á milluna "okkar". Já það er millla hér rétt hjá sem er opin um helgar á sumrinn, kíktum inní hana, nokkuð flott.
Við sáum lúðrasveit í bænum áðan og ég náði mér í upplýsingar um hana. Ég veit samt ekki alveg með þetta en er að spá í að senda þeim póst og prófa að mæta á æfingu, maður verður að spila eitthvað. Heimasíðan þeirra er: http://www.dieschlusselstadtermusikanten.nl og æfa hér rétt hjá á miðvikudögum. Ég veit að það er ekki ríkis mánudagurinn en ætti að sleppa samt og hentar mér ágætlega. Kannski að maður eigi að hugsa þetta eitthvað betur...
Í gær var Þjóðhátíð íslendinga í Delft. Okkur var boðið þangað og mikið var drukkið og étið. Það eru komnar nokkrar myndir á myndasíðuna http://public.fotki.com/joningvar/jht--delft/
Þeir eru með pókerkvöld á fimmtudögum strákarnir svo ég var að spá í að kíkja í þarnæstu viku út af því að í næstu viku er partý í skólanum hennar Álfheiðar.
Ég setti líka inn myndir frá IMWe fundinum á http://public.fotki.com/joningvar/imwe-network-meeting/
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.