Leita í fréttum mbl.is

Google

Ég er að vinna verkefni um frumkvöðlafyrirtæki í skólanum. Við vinnum þetta í fjögra manna hópum og einhvernveginn valdist ég í hóp með tveim frá Tamsaníu og stelpu frá Hollandi, furðu leg blanda. En já við sem sagt áttum að velja fyrirtæki sem drifið áfram af frumkvöðlakrafti, eftir miklar vangavelltur lagði ég til Google. Þetta er ótrúlegt fyrirtæki, maður tengir það alltaf við leitarvél á netinu eða tölvupóst. En nei þeir erum með blogger fyrir vefblogg, picasa fyrir myndir, scholar.google fyrir háskóla umhverfið og það sem ég skoðaði betur google reader. Stórsniðugt tæki þar sem hægt er að sækja sjálfkrafa uppfærslur á ákveðnum síðum, t.d. mbl, bloggsíðum og öðru sem þú villt fylgjast með. Þannig að nú sparar maður fullt af tíma og missir aldrei af neinu :-)

 En meira um Google. Þar geta starfsmenn sjálfir ráðið hvað þeir gera við 20% af vinnutímanum sínum, geta leikið sér, unnið að nýjum hlutum, lesið eða hvað sem er. Allir starfsmenn fá fría máltíðir á vinnutíma svo fátt eitt sé nefnt. Skemmtilegt fyrirtæki!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það má alveg bæta við að þeir ráða helst ekki fólk nema með doktorsgráðu og eru við það að fara í gegnum sömu nálaskoðun og Microsoft af samkeppnisstofnunum. Helsti veikleiki fyrirtækisins er tekjulindin en um 95% af tekjunum koma af auglýsingum en já þeir gera vel við sína starfsmenn.

P.S. það má ekki vera með bindi þar segir sagan

Rúnar Már Bragason, 30.9.2007 kl. 23:50

2 identicon

ég væri til í að vinna hjá google

hgret (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband