Leita í fréttum mbl.is

Surtsey

IMG_0362Ég tók þessa mynd fyrir utan skólann minn í morgun. Í nágrenni skólans eru fullt af svona stórum skiltum með náttúrumyndum (ætli Hollendingar þurfi ekki að minna sig á að þeir hafa mjög litla náttúru). Ég hef nú oft gengið fram hjá þessu án þess að veita myndinni athygli en fyrr í vikunni þá fannst mér þetta svakalega íslensk mynd, jú vitir menn Surtsey og aftan á þessu stóra skilti er útskýring á fyrirbærinu.

Annars er það að frétta að við erum bæði að drukkna í verkefnum þessa dagana. Önnin hjá mér er meira en hálfnuð og um miðjan október þarf ég að skila stórum verkefnum af mér sem nú þegar eru í vinnslu. Maður getur víst fátt annað gert en að bretta upp ermar og leggja sig af fullum krafti í þetta. Loka próf er síðan 24 okt, nokkra daga frí og svo byrjar næsta önn.

 Það er margt sérstakt hér í Hollandi. Ég fékk bankakortið mitt í vikunni eftir mánaðar bið. Þegar ég fékk það í pósti þá stóð að ég þyrfti að fara í bankann til að virkja kortið mitt. Alla vega þetta virkar núna og ég get ferðast áhyggjulaus. Meðal annars þess vegna ákvað ég að kaupa nokkra skipta kort í lestina. Sem er fínt nema að ég vissi ekki að ég þarf að "gilda" kortið áður en ég fer um borð í lestina. hmm..frekar krumpaður lestarvörður sem ég lenti á í dag þegar hann útskýrði fyrir vitlausa útlendingnum að hann þyrfti að gilda miðan áður en komið væri um borð. Svo mér var hent út á schiphol í dag og sagt að "gilda" miðan. Skipti reyndar engu máli þar sem ég þurfti hvort eð er að skipta um lest þar. Núna er ég orðinn fróðari um miðakerfið hér, sem er þó nokkuð flókið að skilja.

Gleymdi einu það verður svaka hátíð í Leiden 2-3 október. ódýr matur, bjór og skemmtun á hverju strái alla nóttina. Svona eins konar 17. júní nema hvað þetta er skipulagt alla nóttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarf ekki alls staðar að "gilda" lestarmiða? Þú hefur meira að segja gert það fyrir mig í London ;o)

Kannast samt við þetta að fara í bankann til virkja kortið, gerði það sama hérna í dk. Spurning bara hvort maður fær bréf til að segja manni að kortið sé komið í bankann og að maður geti sótt það (Ísland) eða að senda manni kortið heim og segja manni að fara með það í bankann og virkja það ;o)

En það er alla vega ýmislegt nýtt sem maður þarf að læra og gera ... 

Fríður Finna (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband