Leita í fréttum mbl.is

Svarti Pétur

Hann Svarti Pétur fór víða síðustu daga og náðu lætin hámarki á fimmtudaginn. Svarti Pétur heitir reyndar Piete á tungumáli gárungana hér í Hollandi og rænir víst ekki banka heldur er aðstoðarmaður Sinter Klaas (ath ekki sama og jólasveinninn). Síðasta miðvikudag fóru Pietar víða og gáfu gjafir frá Sinter Klaas en það er siður að hann geri það daginn fyrir afmælið sitt. Í gær hélt svo Sinter Klaas ásamt Pétrunum (því þeir eru nokkrir með þessu nafni) heim á leið til Spánar.

Við vorum svo heppin að Marielle og Wim buðu okkur heim þennan dag. Á einhvern óskiljanlegan hátt vissi Sinter Klaas nákvæmlega hvar við vorum svo við fengum gjöf, Hollenska klossa, bjór, tösku og stafinn okkar. Mjög fróðleg og skemmtileg kvöldstund.

sinterklaas1sinterklaas2sinterklaas3

Fyrir okkur íslendingana var þetta sérstakt að því leitinu að ekki var boðið uppá sérstakan mat eða klæddu menn sig uppá í tilefni dagsins. Það eina eiginlega sem braut upp daginn voru þessar fáeinu gjafir sem Sinter Klaas skyldi eftir í garðinum fyrir vesælan almúgann.

 

Núna er búið að breyta í búðunum og Sinter Klaas ásamt Piete er horfin og "hefðbundið" jólaskraut tekið við. Reyndar eru útsölur hafnar í búðunum sem kemur okkur spánskt fyrir sjónir en við kvörtum svo sem ekki!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband