19.12.2007 | 15:09
Skítakuldi
Það er kalt þessa dagana í Hollandi. Það er meira segja svo kalt að hjólið er farið að "kvarta" yfir meðferðinni. Ég var að hjóla út í búð áðan og allt í einu virkuðu gírarnir ekki og ég komst ekkert áfram, barði aðeins í hjólið og þá hrökk þetta allt í gang. Það verður spennandi að sjá hvort að það kólni meira eða hvort það hlýni á nýjan leik. Það er öruggt ef það kólnar eitthvað meira að þá fara síkin að frjósa, þá er gaman. En slíkt hefur víst ekki gerst í 10 ár er mér sagt.
Annars er það að frétta að engin veit hvað varð um töskuna með skötunni minni. Við verðum víst að gera okkur plokkfisk að góðu á Þorláksmessu! Jólakort eru farin að skila sér og einn pakki til Steinunnar. Tveir aðrir pakkar sem ég veit af eru skammt undan, vonandi!
Panið næstu daga:
Fimmtudagur
- Fara í munnlegt próf kl. 8:00 (þarf að taka lestina kl. 7:00, þetta er ekki mannlegt)
- Stórtiltekt á heimilinu áður en gesturinn kemur
- Sækja Steinunni á Schiphol um hálf þrjú ef ég man rétt
- Fara til Den Haag í Albert Heijn ef tími gefst til
- Partí um kvöldið með Grikkjunum
Föstudagur
- Skoðunarferð til Amsterdam
Laugardagur
- Ferð á jólamarkað í Dusseldorf í Þýskalandi
Sunnudagur
- Þorláksmessa og engin skata
- Fáum Wim, Marielle og börn í heimsókn í enga skötu
Aðfangadagur
- Góður matur og rólegheit
Jóladagur
- Rólegheit fram eftir degi
- Veisla hjá Grikkjunum byrjar kl. 18:00
Lengra veðrur ekki farið með planið að sinni!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.