Leita í fréttum mbl.is

Skítakuldi

Það er kalt þessa dagana í Hollandi. Það er meira segja svo kalt að hjólið er farið að "kvarta" yfir meðferðinni. Ég var að hjóla út í búð áðan og allt í einu virkuðu gírarnir ekki og ég komst ekkert áfram, barði aðeins í hjólið og þá hrökk þetta allt í gang. Það verður spennandi að sjá hvort að það kólni meira eða hvort það hlýni á nýjan leik. Það er öruggt ef það kólnar eitthvað meira að þá fara síkin að frjósa, þá er gaman. En slíkt hefur víst ekki gerst í 10 ár er mér sagt.

Annars er það að frétta að engin veit hvað varð um töskuna með skötunni minni. Við verðum víst að gera okkur plokkfisk að góðu á Þorláksmessu! Jólakort eru farin að skila sér og einn pakki til Steinunnar. Tveir aðrir pakkar sem ég veit af eru skammt undan, vonandi!

Panið næstu daga:

Fimmtudagur

  • Fara í munnlegt próf kl. 8:00 (þarf að taka lestina kl. 7:00, þetta er ekki mannlegt)
  • Stórtiltekt á heimilinu áður en gesturinn kemur
  • Sækja Steinunni á Schiphol um hálf þrjú ef ég man rétt
  • Fara til Den Haag í Albert Heijn ef tími gefst til
  • Partí um kvöldið með Grikkjunum

Föstudagur

  • Skoðunarferð til Amsterdam

Laugardagur

  • Ferð á jólamarkað í Dusseldorf í Þýskalandi

Sunnudagur

  • Þorláksmessa og engin skata
  • Fáum Wim, Marielle og börn í heimsókn í enga skötu

Aðfangadagur

  • Góður matur og rólegheit

Jóladagur

  • Rólegheit fram eftir degi
  • Veisla hjá Grikkjunum byrjar kl. 18:00

Lengra veðrur ekki farið með planið að sinni!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband