5.3.2008 | 11:16
Viltu taka við pakka til nágrannans?
Það er ýmsilegt sem gerist svona þegar maður er farinn að hanga heima allan daginn. Annan hvern dag, að jafnaði, er dyrabjöllunni hringt og fyrir utan stendur maður með pakka. Þessi pakki er því miður nánast aldrei til mín heldur einhverra af nágrönnum mínum. Þegar ég opna að þá er ég alltaf spurður hvort ég vilji ekki taka við pakkanum fyrir nágranna minn? Alltaf svara ég nei ég þekki kauða ekki neitt og veit ekki hvað er í þessum pakka! Sendillinn er alltaf jafn hissa á þessu viðkvæði mínu og skilur ekkert í því að ég vilji ekki taka við sendingunni, sennilega út af því að það skapar viðkomandi óþarfa vinnu með því að koma aftur með pakkann daginn eftir.
Er ég eitthvað skrítinn, á maður að taka við pakka til Péturs og Páls út í bæ?
Af náminu! Ég er hálfnaður með drögin að rannsóknar tillögunni minni. Þarf að klára það helst í dag því að ég á að skila þessu á morgun, fundur á mánudaginn þar sem ég fæ staðfestingu hvort ég megi gera það sem ég legg til eða ekki.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.