Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Sumarið er komið formlega á íslandi í dag. Í fyrsta skiptið í mörg ár að þá er ég ekki að spila í skrúðgöngu, ótrúlegt en satt að þá saknar maður þess nokkuð. Aldrei að vita nema að maður taki eina einstæða skrúðgöngu í Hollandi.

Vetri er nú lokið. Ég hef aldrei í mínum minnum upplifað svona lítin snjó, mikinn kulda og rigningu. Það er jú skrýtið að búa í landi sem að það snjóar ekkert að viti og enginn alvöru stormur kemur allan veturinn. Það næst sem komst snjó í vetur var ferð mín til Rieneck um páskana og stuttu síðar í Kandersteg.

En nú er sumarið gengið í garð og því er spáð að það verði heitt hér á meginlandinu. Sjáum hvort maður lifir það af eða bráðnar í hitasvelg.

Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Suss, ég fór greinilega ekki nægilega langt frá klakanum. Skítakuldi og rigning hér í allan vetur! Reyndar sólarglæta í dag og 12 stiga hiti en á að fara að rigna seinna...surprise surprise!

Jón Grétar Sigurjónsson, 24.4.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband