Leita í fréttum mbl.is

Rukkudukku dukku rukkuduk

Eitthvað á þessa leið hljómaði lagið jungle drums á stórgóðum tónleikum með Emílíönu Torrini síðastliðin sunnudag. Við höfðum keypt okkur miða F.K. (fyrir kreppu) en það var sannarlega þess viðri að komast út úr húsi. Nýja platan hennar er stórgóð og einnig sýndi hún á sér góðar hliðar sem uppistandari með allskonar grín á milli laga. Einstaka tafs orð eins og "hérna" komu upp hjá henni en það var nú bara fyndið. Sigtryggur Baldursson var stórgóður á trommunum, enda mikill snillingur þar á ferð. Tónleikarnir voru sem sagt frábærir og ég mæli með því að fólk skelli sér á tónleika við tækifæri. 

Í gær var stórdagur hjá mér. Byrjaði daginn á atvinnuviðtali út af vinnu í Brussel. Verð nú að segja að ég vona að ég þurfi ekki að standa lengi í atvinnuleit og er nokkuð ánægður með mína frammistöðu í gær. Vonandi að viðspyrjendur hafi verið jafn ánægðir. Strax og viðtalinu lauk var haldið í próf í skólanum og svo seinnipartinn var ég á símafundi út af skátamálum á íslandi. 

Þrátt fyrir fjöruga daga að þá verður maður að halda áfram og taka upp þráðin við lokaverkefnið.

Við stöndum ágætlega en ég vona að millifærslur við ísland fari að komast í lag. Höfum bara lifað mjög sparlega og lítíð gert sem kostar einhverja evrur. En það styttist í að við þurfum að greiða leigu og annað þannig að vonandi fáum við evrur fyrr en seinna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pasta, kjuklingur og bannað að versla í Ah. Böðin tekin i næsta sýki. Þannig eru kreppudagarnir hjá okkur hér í Nieuw Vennep...

Þyrftum endilega ad fara að hittast aftur, getum slegið saman í afgangaveislu ad þessu sinni.

Kv,

Hjalti & Co.

hgret (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 06:30

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Já við eigum þetta fína hangikjetslæri sem við vorum að spá í hvað við ættum að gera við! Eigum nefnilega ekki pott til að elda það!

Jón Ingvar Bragason, 17.10.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband