Leita í fréttum mbl.is

Rólegheit

Í dag er rólegheitadagur hjá okkur. Ákvað að taka mér frí í dag og gera ekki neitt nema að lesa blöðin og safna orku fyrir komandi viku. Sit og er að hlusta á AC/DC á rás 2 ekki slæmt! 

Við fórum í langferð á föstudagskvöldið til Rotterdam í partý hjá Unnsteini og Ingu þar sem boðið var uppá dýrindis hákarl, brennivín og ah bjór (hagkaupsbjór á íslensku). Ferðalagið til R'dam gekk snuðrulaust fyrir sig en heimferðin varð heldur lengri heldur en áætlað var. Byrjaði á því að við fundum ekki stoppistöðina fyrir næturstrætó svo tekin var leigubíll á R'dam centraal. Þar þurftum við að bíða í hálftíma eftir lestinni. Þegar komið var til A'dam að þá höfðum við smá tíma í bið og svo kom strætó en við vissum ekki að maður þarf að borga með peningum í næturstrætó en ekki strippenkaart eins og venjulega. Okkur vantaði sem sagt evru uppá farið svo að það þýddi ferð í hraðbanka og bið í hálftíma. Ferðalagið til R'dam tók tvo tíma en heim fjóra tíma.

Ég tók uppá þeirri nýjung á föstudaginn að fara í hjólaferð svona til að fá einhverja hreifingu yfir daginn. Hjólaði sem leið lá í Twiske garðinn sem er hér rétt hjá á meðan Álfheiður lá í bælinu. Nokkuð flott leið svo ég bauð Álfheiði í hjólaferð í gær um garðinn. Nokkuð skemmtilegt en einn lengsti hjólatúr sem við höfum farið í hér. Nokkuð góð leið til að byrja daginn.

Stór vika framundan við lokaverkefnið!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband