Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 13:41
Já Google er nokkuð gott fyrirtæki
Nuddaður og klipptur í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 18:34
Partý á Morsweg
Við buðum nokkrum skólafélögum Álfheiðar heim á laugardaginn. Buðum uppá brennivín, Tóbas, bjór, harðfisk og íslenskt sælgæti. Þetta tókst nú bara nokkuð vel hjá okkur, sjá lýsingu á síðunni hennar Álfheiðar.
Ég skellti inn nokkrum myndum frá helginni á http://public.fotki.com/joningvar/party-at-morsweg/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 16:45
Breytingar á mbl
Ánægjulegt að sjá breytt mbl, það reyndar kom mér á óvart þegar ég var að vafra á mbl að vefurinn tók smátt og smátt að breytast, svolítið skrítið. Hélt að menn gerðu þetta að næturlagi þegar umferðin væri í minna lagi. Allavega er ég nokkuð sáttur við breytingarnar og vefurinn er orðin talsvert aðgengilegri fyrir vikið.
Ein skemmtileg nýjung er mbl - sjónvarp. Þarna hefur mbl búið til fyrirbæri til að halda utan um stutt viðtöl og fréttaskýringar. Þetta er oft stutt og hnitmiðað efni sem gefur þér nauðsynlegar upplýsingar á skömmum tíma. En galli er á gjöf Njarðar. Nefnilega þegar maður er ekki með bestu nettenginu í heimi og maður býr ekki á íslandi, þarf að þröngva sér í gengnum sæstreing til íslands. Þá nefnilega er þetta dæmi ekki alvega að virka. Fréttatími og þættir hjá RÚV virka ágætlega hjá mér en það tekur ár og öld að ná í mbl sjónvarp. Þetta er eitthvað sem ég tel að menn ættu að skoða að senda út efnið í örlítið lakari gæðum, allavega að fólk geti valið það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 17:36
Engin tónlist er svo góð að hún sé yfir gagnrýni hafin
Ég er þeirrar skoðunar að fólk á að geta lýst sínum skoðunum og verið gagnrýnið. En lykil atriði í þessu máli er að fólk geti gagnrýnt með rökum og að þessi rýni til gangs sé byggð á réttum forsendum. Í því samhengi vill ég benda á mjög góða grein eftir Sigurð Flosason sem þið getið fundð á síðunni hjá Matta.
En áfram með málefnið. Segjum sem dæmi að ég gagnrýni uppáhalds hljómsveit þína með því að segja að hún sé með einhæfa tónlist (svipuð hljóma uppbygging og lítil breyting á milli laga) og að textasmíði sé lítil sem engin. M.Ö.Ö mér finnst þetta band vera leiðinlegt. Ég hlít að geta sagt þetta án þess að fá yfir mann að maður skilji þetta ekki og viti ekkert hvað maður er að tala um.
Ef fólk hefur ekki áhuga á að ræða tónlistina, hafa mismunandi smekk og þar fram eftir götunum væri lítill tilgangur með þessu. Tónlist er annað og meira en síbylgja útvarpsins og við verðum að geta tekist á um stefur og strauma hverju sinni. Stundum verður gangrýni að vera ögrandi til að kalla á viðbrögð því með því færðu oft fram skemmtilegri og fjörugri umræðu og kemst að lokum að kjarna málsins.
Hvatning þessara skrifa minna er gagnrýni mín á hljómsveitina Sigur Rós sem mér þykir með afburðum leiðinleg. Ég hef aldrei sagt að það væri léleg hljómsveit heldur að hún nær enganvegin til mín. Sennilega er hún ofmetin en það verður sagan að dæma. Það sem þeim tókst að gera var að fylla "holu" eða "gat" sem var á markaðnum fyrir nýjar leiðir. En þegar fram líða stundir hættir þetta að vera svo mikið "öðruvísi" og fólk fer að krefjast meira þá kemur fyrst í ljós hvort eitthvað meira var á bak við þetta fyrirbæri eða hvort það sigli lönd og strönd og leggi upp laupana.
Engin tónlist er svo góð að hún sé yfir gangrýni hafin!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 17:31
Stórslys
Hann var fagurgrænn bjórkassinn sem rann eftir færibandinu í Digros stórmarkaðnum í gær. Kassinn var strappaður á böglaberann á hjólinu og svo var haldið af stað, 24 fjórar flöskur af Heineken tilbúnar fyrir veisluhöld kvöldsins. Hjólað var yfir götuna á hjólastíginn og vanst ferið nokkuð vel framan af. Þá kom að því að fara yfir næstu gatnamót og í skyndingu þegar þurst var yfir götuna heyrist hið ógurlega hlóð "smass klass" kassin kominn á hliðina og bjór út um allt STÓRSLYS hrópaði ég upp yfir mig. Yfir mig sjokkeraður reyni ég að bjarga því sem bjargað verður og að kemur einn af rónum bæjarins til að hjálpa til, held að hann hafi runnið á lyktina. Niðurstaða málsins er að helmingur kassans er brotin og óvíst með restina. Tilraunir til að bjarga rest voru áranguslausar en við vonum það besta með þá sem komust af í þessum mikla hildarleik.
Ég er ekki alveg kominn með prófið að hjóla með kassann heim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 09:37
Sigur Rós Heima
Við fórum til Rotterdam í gær að sjá heimildarmyndina Heima með Sigur Rós. í stuttu máli sagt er þetta mjög flott mynd, sýnir landslagið og landann nokkuð vel. Helsti mínusinn fyrir mig var tónlistinn, sem spilar mjög stórt hlutverk í myndinni. Ef skoðum þetta aðeins nánar:
Styrkleikar - hið góða
- Í myndinni var farið víða og tekið uppá einstökum stöðum. Flestum stöðum var gerð greinargóð skil og sýnt svolítið skemmtilega frá mannlífinu. Ánægjulegt að sjá hvernig þeir tóku upp svipbrigði og sérstakt athæfi fólks.
- Viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og meðlimi Aminu voru nokkuð skemmtileg. Harður íslenskur ensku framburður kom skemmtilega fram og þau gátu sýnt fram á að þau eru nú bara venjulegt fólk eins og ég og þú.
- Brassveitin er tvímælalaust plús. Hefði mátt njóta sýn meira að vísu en mjög flott að bæta brasinu inní.
- Steina og rabbbaragaurinn var tvímælalaust mikill plús
Veikleikar - hið slæma
- Tónlistin var mjög einhæf. Mér fannst sem ég væri að hlusta á sama lagið meirihluta myndarinnar.
- Náði ekki að fanga dínamíkina sem hefur greinilega verið á tónleikunum. Mjög veik tilraun í endann sem gerir ekkert annað en að láta manni líða illa við að horfa á þetta.
- Selárdal var ekki gerð góð skil. Ótrúlegt að eyða miklum tíma í flesta staði en ekki Selárdal sem er mjög sérstakur staður.
- Það var ekki minnst á Lúðrasveitina Svan í þakkarlista þrátt fyrir lán á búningum!!!
Leiðir til úrbóta - hið betra
- Ég hef það á tilfinningunni að tilraunin með tónlistinni sé að fegra allt. Breiðum yfir andstæður og óréttlæti með því að spila tónlist sem hefur róandi áhrif á einstaklinginn. Tónlist á nú líka að vera ögrandi og skemmtileg, ef þið eruð að berjast á móti Kárahnjúkum og álverum að þá þarf maður nú líka stundum að láta í sér heyra. Ætli lagið "It's Oh so Quite" með Björk lýsi þessu ekki best - notið andstæður.
Ég var að hugsa um að gefa þessari mynd 8 af 10 mögulegum í einkunn. En mín loka einkunn lækkar í 7 þar sem mér fannst tónlistin einhæf og myndatakan ekki fanga stemminguna sem á að hafa ríkt þar. Mæli sem sagt með myndinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 10:45
Brjáluð verkefnavinna
Það er mjög mikið að gera núna hjá mér, var að skila einu verkefni í morgun, þarfa að fara yfir verkefni hjá öðrum og skila annað kvöld, kynning á fimmtudaginn og 6 bls yfirlit yfir 5 greinar á föstudaginn. Næsta vika er svipuð. úff ég tók því víst aðeins of rólega í síðustu viku, nóg stress. En eftir næstu viku fer þetta nú að lagast og jólafríið að nálgast. Ég segi nú bara að það er hverjum manni hollt að taka svona tarnir annað slagið.
Við ætlum að skella okkur til Rotterdam á föstudaginn og sjá heimildarmyndina HEIMA með Sigurrós. Þó að ég sé nú ekki meðal aðdáenda þessara sveitar að þá fannst mér trailerinn flottur og ég held að myndinn sé nokkuð góð. En svona "vælin" tónlist er ekki alveg minn tebolli. Á laugardaginn ætlar Álfheiður að bjóða nokkrum Grikkjum heim og kynna þeim fyrir íslenskum venjum, boðið veður uppá brennivín, tóbas og harðfisk.
En það er best að fara að koma sér í skólann og halda svo áfram að vinna verkefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 14:09
Jújú Schiphol er næsta stoppistöð
Síðustu vikuna hef ég þurft að fara á hverjum degi í skólann í misgáfulegum tilgangi. Frekar fúlt að ferðast með hálftíma með lestinni til að mæta í 15 mínútur, en svona er þetta víst. Í gær gerðist sá merki atburður að ég fór í skólann til að vinna hópverkefni sem við erum að gera. Í þessu verkefni erum við að taka viðtal við stjórnendur hjá IBM ráðgjöf hér í Hollandi um nýjar lausnir sem þeir eru að koma með á markað, ég má víst ekki ræða um það nánar þar sem þetta er svo nýtt að þetta er trúnaðarmál. Við sem sagt hittumst og lögðum drög að verkefninu og svo ákvað ég að fara heim seinipartinn. Á slaginu þrjú fer ég úr skólanum og geng greiðlega út á lestarstöð og á endanum þarf ég að hlaupa brautarpallinn til að ná 15:11 lestinn sem fer beint til Leiden. Kem móður og másandi um borð í fyrsta lestavegninn ákveð að fá mér sæti á neðri hæðinni og hlamma mér niður í fyrsta lausa sætið sem ég sé. Það er ekki frásögu færandi nema mér til mikillar undrunar heyri ég að tveir menn í næstu sætaröð eru að spá hvort að næsta stoppistöð sé Schiphol flugvöllur. Eftir smá umhugsunarfrest ákveð ég ná að hjálpa landanum í þessum vangaveltum og segi: "jújú schiphol er næsta stoppistöð". Nokkur undrunarsvipur kemur á greyið mennina og annar spyr svo býrð þú hér, ég svara nei ég er í háskóla hér rétt hjá. Við áttum þarna stutt samtal og þeir fóru svo út á Schiphol. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessari aðstöðu hér og það fyrir hreint ótrúlega tilviljun.
Skilaboðinn með þessari sögu eru að þú veist aldrei hver er að hlusta!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 16:13
Dublin og Guinness
Ég var á eyjunni grænu um helgina, nánar tilltekið í Dublin. Mætti galvaskur á svæðið á fimmtudagskvöldi og gisti alla helgina hjá Mary sem ég hef verið að vinna með að ýmsum skátamálefnum. Um kvöldið var haldið á pöbbinn þar sem lifandi írsk þjóðlagatónlist hljómaði, mikil stemming þar. Á föstudeginum hélt ég einn í bæjarferð og rölti um miðbæinn og eftir hádegi var haldið í Guinness storehouse sem er safn um sögu þessa merka öls. Sem dæmi að þá eru fyrirtækið með 9000 ára samning um afnot af vatnsbóli borgarinnar þannig að það er lítill hætti á skorti af Guinness í framtíðinni. Skoðunarferðinni lauk með þeim svarta á efstu hæð vöruhúsins með útsýni yfir alla borgina.
Laugardagurinn var aðalatriði helgarinnar. Írsku skátarnir voru með ráðstefnu um dagskrárbreytingar sem þeir eru að ganga í gengum. Þar sem ég hafði tekið þátt í að leiða samskonar ferli á íslandi að þá þótti þjóðráð að fá mig á staðinn ásamt einum portúgala og stelpu frá slóvakíu. Við reyndum að segja frá okkar ferli og aðstoða við þessa vinnu. Ótrúlegt að sjá að þeir eiga við svipuð vandamál að glíma og við í þessum ferli en það er víst að það eru alltaf einhverjir sem vinna gegn svona breytingum. Reyndar er það athyglisvert að núna er ég að taka áfanga sem nefnist organizations development and change sem fjallar nákvæmlega um þetta atriði að fara í gengum breytingarferli. Samkvæmt því sem ég hef lesið hingað til að þá er fólk yfirleitt ekki á móti breytingum heldur þeirri staðreynd að breytingin sem lögð er til kom ekki frá þeim sjálfum og þess vegna leggur fólk til aðra leið.
Á laugardagskvöldinu var svo 100 ára afmælisdansleikur. Með fínum mat, forsætisráðherra íra mætti og fleirra fínt fólk. Mjög fínt kvöld það.
Að lokum smá fróðleikur um Guinness tilviðbótar. Ég nefnilega fékk besta Guinness sem ég hef smakkað í vöruhúsinu hjá þeim, rann niður mjög ljúflega. Síðan á laugardagskvöldinu ákvað ég að fá mér einn mjöð svona í tilefni dagsins en hann var frekar vondur. Ástæðan er að þar sem ballið var haldið er barinn ekki opinn nema í sérstökum tilefnum og líklegt er að dælurnar hafi ekki verið hreinsaðar vel á milli og jafnvel möguleiki á að kúturinn sé síðan um þar síðustu helgi. Ef þú vilt góðan Guinness farðu þá á bar þar sem fjöldi heldri manna drekkur þennan mjöð á hverju kvöldi!
Ferðin var sem sagt mjög fín en verkefnin bíða...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 17:34
Það styttist í jólin
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna í Hollandi, nánast eins og ég hafi komið í gær en samt er svo langt síðan. Núna er einungis mánuðir eftir af önninni minni og verkefnin byrjuð að hlaðast upp á nýjan leik. Í hverri viku þarf ég að standa skil á verkefni og í byrjun desember verða það tvær hóp ritgerðir og ein einstaklingsritgerð ásamt því að þurfa að fara í munnlegt próf. Það er svolítið sérstakt með þetta munnlega próf nefnilega, það á að fara fram í viku 51 eða 52 og þegar kennarinn var spurður hvenær í viku 52 að þá nefndi hann aðfangadag. Ætli það sé ekki svolítið sérstakt að vera í prófi á aðfangadag! En svona er þeir Hollensku víst, fríið er bara rétt yfir hátíðarnar.
Á morgun held ég til Dublin á skátafund. Ætli ég hafi nú ekki frá einhverju skemmtilegu að segja eftir þá heimsókn. Írarnir vildi endilega fá mig til að koma og segja frá reynslu minni af skátadagskrárgerð, sem ég einmitt lauk við áður en ég flutti af landi brott. Svolítið sérstakt að ég vann að þessu verkefni í þrjú ár og loksins þegar það er tilbúið að þá stingur maður af, en mér er tjáð að þetta gangi mjög vel allt saman :-)
En já aftur að jólunum. Hér í Hollandi er siðurinn að jólasveinninn mætir á svæðið 5 desember, ca hálfum mánuði áður kemur hann til Hollands með skipi frá Spáni ásamt 10 svörtum aðstoðarmönnum. Það er ekki mikil umræða um kynnþáttafordóma í þessu samhengi sem maður hefur orðið var við eins og íslendingar sem eru að missa sig yfir 10 litlu negradrengjunum. En já þann 5 des fá börnin jólagjafir frá jólasveininum og svo er eitthvað lítið um gjafir um jólin sjálf. Það er allavega nú þegar búið að bjóða okkur í heimsókn á Hollenskt heimili þann 5. des svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta er allt saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson