Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Mætti í skólann í dag

Ég mætti í skólann í dag, þurfta að mæta í sérstakan tölvutíma þar sem kennt var á Blackbox (innrivefur skólans). Nokkuð gangslaust enda vitað mál að ég er snillingur þegar það kemur að tölvum Cool Tja ég lærði samt að skrá mig í kúrsa og fékk að vita hvar bókabúið viðskiptafræðinema er, mæti þar eftir helgi að ná mér í bækur.

Annars er þetta nokkuð þægilegt að komast í skólann, get tekið lest á 15 mín fresti frá Leiden til Amsterdam Zuid þar sem skólinn er. Ferðin tekur 30 mínútur, sem er ekki svo slæmt.

Þegar ég kom heim beið mín langþráð bréf frá bankanum. Ég er kominn með bankareikning en þarf að skrifa undir samningin til þess að fá debetkortið. Þetta þýðir að ég get farið að panta mér nettengingu jibbý!!!

Já út af kommentum um hjólið mitt að þá er þetta nú bara eins og að eiga bíl. Maður þarf að komast á milli staða og í þessum bæ gerir maður það gangandi eða hjólandi.

 


Ég á reiðhjól!!!

Nýja fína hjólið mittJá þið lásuð rétt, við fórum og fjárfestum í tveimur dýrindis reiðhjólum áðan. Ég gleymdi nú að spyrja um árgerðina en svínvirkar og maður kemst leiða sinna, það er meira að segja með þrjá gíra. Við vorum búin að fara á milli hjólabúða bæjarins þegar við duttum niður á eina pínulitla sem gamall karl rekur. Hann var með þessi fínu hjól á nokkuð góðu verði. Það má kannski segja að við séum að nálgast það að verða "eins" og innfædd :-)

 Ég fann líka lausn á lestarmálunum. Við fengum upplýsingar um að það er hægt að kaupa 40% afsláttar miða, maður má bara ekki ferðast fyrir kl. 9 á morgnana. Annars eru engin sér skilyrði. Maður sem sagt borgar 55 evrur fyrir afsláttar kort sem gildir í ár. Ég fékk strax bráðabirgðakort því það tekur víst 8 vikur að fá endanlegt kort :-)

Eitt skemmtilegt gerðist áðan þegar við vorum að leita að hjólabúðinni. Við gengum frám hjá timburstafla merktum BYKO. Við trúðum nú ekki okkar eigin augum en satt er það. Djö gleymdi að taka mynd!!!

Það er ekki útlit fyrir að við fáum varanlega nettengingu fyrr en í enda september. Ég þarf fyrst að vera kominn með bankareikning til að geta pantað netið og ég fæ ekki reikning fyrr en eftir helgi og svo tekur þetta þrjár vikur að fá tenginguna. Allt tekur tíma í þessu landi. 


Fyrsta heimsóknin í skólann

Ég fór áðan í skólan og fékk heilmikið af upplýsingum:

  • Gul mappa um það hvernig maður á að stofna bankareikning
    fór í bankann og stofnaði reikning, þetta tekur um viku
  • Rauð mappa vegna skráninga í skólann
    Sko ég get ekki klárað skráninguna fyrr en ég er búinn að fá bankareikning, ganga frá tryggingarmálum og skrá heimilið mitt í Hollandi
  • Græn mappa með upplýsingum um skólann
  • Blá mappa með upplýsingum um netmál, black box og fleira nytsamlegt

Skólinn lítur mjög vel út, nálægt lestarstöðinni. Ferðalagið tók um 30 mínútur. Slæmu fréttir dagsins eru að það verður dýrt að vera að ferðast á milli, þetta kostar um 200 evrur á mánuði.

Annars er þetta allt að hafast að klára þessi skráningarmál og hefja námið!


Kominn til Hollands

Jæja við erum komin til blómalandsins Hollands. Ferðalagið gekk rosalega vel, vorum sótt út á flugvöll af Marielle, Wim og börnunum þeirra. Þau keyrðu okkur beint á leigumiðlunina þar sem skrifað var undir leigusamning og haldið heim á leið á nýja heimilið okkar:

Morsweg 39, 2312 AB, Leiden, Netherlands.

Leigusalinn kíkti svo á okkur skömmu seinna með auka lykla og kom aftur daginn eftir þar sem við fórum yfir alla hluti sem í íbúðinni eru. Íbúðin er frábær með öllu sem hugsast getur, meira að segja voru nýir tannburstar á klósettinu. Við höfum nú sofið vel hérna og getum borðað út í garði alla daga.

Í gær skruppum við til Amsterdam að hitta Fjalar og Sigrúnu, sem voru þar í sumarfríi. Eyddum góðum degi með þeim að kynnast borginni. Við þurfum víst að gera betri úttekt á þessu öllu saman áður en gestir fara að láta að sjá sig. En ótrúlega flott borg sem hefur uppá margt að bjóða.

Leiden er reyndar nokkuð skemmtileg borg. Við fórum t.d. í bíó á föstudaginn að sjá Simpsons. Bíóið er í 70's stíl mjög skemmtilegt að koma í það. Síkin umlyggja allt og allar helstu stórverslanir í nágrenninu.

Frá heimili okkar erum við ca 5 mínútur allt, niður í bæ á lestarstöðina í stórmarkaðinn og svoleðis. Við erum reyndar bara mínútu á pöbbinn, sjoppuna og bakaríið. Ekki slæmt það.

Álfheiður skrapp í bæinn og ég er að vinna að skátablaðinu. Best að koma sér að verki. Myndir koma seinna í dag. 


Á leiðinni til Amsterdam

Jæja þá er komið að því, bloggið opnað á ný eftir mánaðafjarrveru. Maður verður víst að blogga af nýjum ævintýrum í Hollandi.

Ferðalagið hófst snemma í morgun og núna sitjum við á Saga lounge í kef að bíða eftir brottför, klukkutími til stefnu.

Það var mikið fjör í gær að klára að þrífa íbúðina, pakka geymsluna og skila öllu af okkur og kveðja liðið, við náðum því miður ekki að hitta alla en við sjáum ykkur fljótlega í Hollandi :-)


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband