Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
7.10.2008 | 18:22
Hafði áhrif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 10:18
MASTERCARD - RÁN
Var að skoða kortayfirlitið mitt og sá að 100 evrur sem ég tók út á laugardaginn kostuðu mig um 24 þúsund krónur. Þetta er náttúrulega ráð þar sem að gengi evru var 172 kr um helgina en ég vitleysingurinn fattaði ekki að opinbert kortagengi Mastercard var um 240 kr gagnvart evrunni. Þetta er náttúrulega bara rán!
Það er allavega ljóst að ég fylgist mun betur með gengisskráningu Mastercard ef ég þarf að taka peninga út á kortið. Reyni að komast hjá því og nota frekar debit kortið ef kostur er.
Sem betur fer er Seðlabankinn núna búinn að festa gengið í 131 krónu þannig að ástandið hefur skánað örlítið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 09:51
Að herða sultarólina
Líf námsmanna hefur sjaldan verið dans á rósum. En ég verð að taka undir hjá þeim tveim um að allar áætlanir séu horfnar út í buskan. Ég gerði mínar áætlanir fyrir ári síðan en síðasta vor var svo komið að ég varð að fara heim og vinna mér inn peninga til að geta klárað námið! Afleiðingin af því er svo að ég verð lengur í námi þar sem ég missti þrjá mánuði úr í sumar.
Maður lifir fyrir hvern dag og reyndir að spara eins mikið við sig og hægt er. En þetta er eiginlega hætt að vera fyndið þegar á tveimur mánuðum hefur krónan farið úr ca 120 kalli í yfir 150 kalli gangvart evrunni. Vonandi er botninum náð svo að maður geti klárað þetta skammarlaust!
Allar forsendur brostnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 11:37
búsettur í Amsterdam
Eftir heilt ár í Hollandi er ég loksins fluttur til Amsterdam. Við fundum þetta flotta hús í Amsterdam Noord eins og greint var frá fyrir stuttu síðan. Flutningarnir tókust vel, við leiguðum forláta opel corsa og tókst að koma öllu draslinu í tveimur ferðum frá Leiderdorp til Amsterdam. Síðustu daga hefur verið unnið að því að koma sér fyrir eins og myndirnar gefa til kynna:
Mynd 1: yfirfullur Opel af drasli
Mynd 2: Nýja húsið
Mynd 3: Stofan og ég
Mynd 4: Eldhúsið
Við erum 10 mínútur að hljóla niður að ferjunni sem tekur okkur yfir í miðbæinn. Strætó tekur 30 mínútur. Frá Schiphol að þá eru þetta um 45 mínútur. Nokkuð vel staðsett sem sagt.
Já og til að greina frá nýjustu afrekum mínum að þá hljólaði ég í gær úr skólanum og heim, tók allt í allt klukkutíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson